Heimsmeistarinn Sebastian Vettel hefur framlengt samning sinn við Red Bull-liðið í Formúlu 1 til ársins 2015. Vettel hefur unnið þrjá heimsmeistaratitla með liðinu undanfarin þrjú ár.
Liðið er einnig sagt vera á eftir Kimi Raikkönen sem nú ekur fyrir Lotus en það virðast eingöngu vera sögusagnir sem stendur. Mark Webber ekur nú við hlið Vettels hjá Red Bull en hann hefur verið málaður nokkuð út í horn þar.
Frægur er til dæmis árekstur Vettels og Webbers í Tyrklandi 2010 og svo atvikið í Malasíu í byrjun tímabilsins í ár þegar Vettel hundsaði skipanir liðsins um að halda sig fyrir aftan Webber.
Formúla 1