Lífið

Cher gefur Tom Cruise toppeinkunn í bólinu

Söngkonan Cher og leikarinn Tom Cruise áttu í ástarsambandi í byrjun níunda áratugarins og segir Cher að Tom sé ansi sleipur í bólfimi.“Hann var ekki í Vísindakirkjunni þá. Þetta var eldheitt samband í smá stund. Hann er frábær strákur,” segir Cher í viðtali við Andy Cohen en Tom var að byrja feril sinn í Hollywood þegar þau Cher voru saman. Aðspurð hvort Tom sé á lista hennar yfir bestu elskhugana stendur ekki á svörunum.

Ólíklegasta par í heimi.
“Hann er á topp fimm! Ég hef átt bestu elskhuga í heimi,” segir Cher og bætir við að hún hafi líka sofið hjá kvenmönnum.



Góðir vinir í dag.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.