Notum þjónustu sérfræðinga meira en góðu hófi gegnir Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. júní 2013 19:12 Íslendingar leita meira til sérfræðilækna en aðrar þjóðir og hlutfall notkurnar á sneiðmyndatökum hér er með því hæsta sem þekkist í heiminum. Þetta á stóran þátt í miklum kostnaði í heilbrigðiskerfinu, að því er fram kemur í skýrslu OECD. Í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, er fjallað nokkuð um íslenskt heilbrigðiskerfi og kostnaðinn við rekstur þess. Í skýrslunni er fjallað með jákvæðum þætti um íslenskt heilbrigðiskerfi. Þar segir t.d að lífslíkur nýbura hér á landi séu með því hæsta sem þekkist meðal OECD-ríkjanna og kostnaður í heilbrigðiskerfinu á hvern íbúa sé ekki óeðlilega hár. Það sem er hins vegar vegar sérstakt við íslenskt heilbrigðiskerfi er óvenjulega mikill fjöldi heimsókna til sérfræðinga. Íslendingar virðast sækja mjög mikið beint til þeirra í stað þess að leita til heimilislæknis fyrst. Um það bil helmingur allra læknisheimsókna almennings eru heimsóknir til sérfræðinga. Þetta er mun hærra hlutfall en á hinum Norðurlöndunum og mjög hátt í samanburði við önnur OECD ríki. Í skýrslu OECD segir að það sem ýti undir þetta sé skortur á hliðvörslu (e. gatekeeping) í heilbrigðiskerfinu, sem sé mjög óvenjulegt fyrir heilbrigðiskerfi sem er að mestu leyti fjármagnað með skattfé. Hliðvarsla af þessu tagi myndi beina sjúklingum í rétta átt hverju sinni, en í reynd er um að ræða tilvísanakerfi. Það virkar þannig að sérfræðingar fá tilvísanir frá heimilislæknum, en geta ekki leitað beint til þeirra. Slíkt kerfi er við lýði í nágrannalöndum, bæði Danmörku og Noregi. Kerfi af þessu tagi er nú til skoðunar í heilbrigðisráðuneytinu. David Carey hagfræðingur hjá OECD segir að við innleiðingu á slíku kerfi myndi nást fram umtalsverður sparnaður. Annað sem er óvenjulegt í íslensku heilbrigðiskerfi samkvæmt skýrslu OECD er mikil notkun á segulómun, eða MRI. Aðeins þrjú OECD ríki hafa fleiri slíkar myndatökur á hvern íbúa, en það eru Tyrkland, Lúxemborg og Bandaríkin. Þá er notkun sneiðmynda (Computed Tomography Scan) jafn mikil og aðeins þrjú ríki nota sneiðmyndatökur í meira mæli en við Íslendingar. Bandaríkjamenn tróna á toppnum í notkun slíkrar tækni, bæði þegar sneiðmyndir og segulómun eru annars vegar. Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Íslendingar leita meira til sérfræðilækna en aðrar þjóðir og hlutfall notkurnar á sneiðmyndatökum hér er með því hæsta sem þekkist í heiminum. Þetta á stóran þátt í miklum kostnaði í heilbrigðiskerfinu, að því er fram kemur í skýrslu OECD. Í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, er fjallað nokkuð um íslenskt heilbrigðiskerfi og kostnaðinn við rekstur þess. Í skýrslunni er fjallað með jákvæðum þætti um íslenskt heilbrigðiskerfi. Þar segir t.d að lífslíkur nýbura hér á landi séu með því hæsta sem þekkist meðal OECD-ríkjanna og kostnaður í heilbrigðiskerfinu á hvern íbúa sé ekki óeðlilega hár. Það sem er hins vegar vegar sérstakt við íslenskt heilbrigðiskerfi er óvenjulega mikill fjöldi heimsókna til sérfræðinga. Íslendingar virðast sækja mjög mikið beint til þeirra í stað þess að leita til heimilislæknis fyrst. Um það bil helmingur allra læknisheimsókna almennings eru heimsóknir til sérfræðinga. Þetta er mun hærra hlutfall en á hinum Norðurlöndunum og mjög hátt í samanburði við önnur OECD ríki. Í skýrslu OECD segir að það sem ýti undir þetta sé skortur á hliðvörslu (e. gatekeeping) í heilbrigðiskerfinu, sem sé mjög óvenjulegt fyrir heilbrigðiskerfi sem er að mestu leyti fjármagnað með skattfé. Hliðvarsla af þessu tagi myndi beina sjúklingum í rétta átt hverju sinni, en í reynd er um að ræða tilvísanakerfi. Það virkar þannig að sérfræðingar fá tilvísanir frá heimilislæknum, en geta ekki leitað beint til þeirra. Slíkt kerfi er við lýði í nágrannalöndum, bæði Danmörku og Noregi. Kerfi af þessu tagi er nú til skoðunar í heilbrigðisráðuneytinu. David Carey hagfræðingur hjá OECD segir að við innleiðingu á slíku kerfi myndi nást fram umtalsverður sparnaður. Annað sem er óvenjulegt í íslensku heilbrigðiskerfi samkvæmt skýrslu OECD er mikil notkun á segulómun, eða MRI. Aðeins þrjú OECD ríki hafa fleiri slíkar myndatökur á hvern íbúa, en það eru Tyrkland, Lúxemborg og Bandaríkin. Þá er notkun sneiðmynda (Computed Tomography Scan) jafn mikil og aðeins þrjú ríki nota sneiðmyndatökur í meira mæli en við Íslendingar. Bandaríkjamenn tróna á toppnum í notkun slíkrar tækni, bæði þegar sneiðmyndir og segulómun eru annars vegar.
Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira