Innlent

Mál handaþegans leysast

Jakob Bjarnar skrifar
Guðmundur Felix. Eftir að Vísir greindi frá vandræðum hans settu Seðlabankamenn sig í samband við hann og hafa nú greiðst úr hans málum.
Guðmundur Felix. Eftir að Vísir greindi frá vandræðum hans settu Seðlabankamenn sig í samband við hann og hafa nú greiðst úr hans málum.
"Fékk símtal frá góðri manneskju í Seðlabankanum í dag eftir að feisbúkkstatusinn minn leitaði í fjölmiðla og þetta gjaldeyrismál verður leyst hratt og örugglega," skrifar Guðmundur Felix Grétarsson kátur á Facebook nú fyrir skömmu.

Vísir greindi frá vandræðum Guðmundar í dag en hann er í klemmu í Lyon þar sem hann undirbýr sig fyrir aðgerð sem felst í því að græddar verða á hann hendur. Aðgerðin er fyrirhuguð í september. Guðmundur Felix fékk undanþágu frá gjaldeyrislögum til að kaupa evrur fyrir söfnunarfé en aðgerðin kostar um 25 milljónir. Gallinn var sá að hann fær ekki að flytja féð úr landi. Guðmundur Felix er staddur tímabundið í leiguíbúð í Lyon meðan hann er að leita sér að húsnæði. "En til að vera með húsnæði hérna þarf ég að vera með franskan bankareikning og tryggingu. Og til að geta flutt peninga úr landi þarf ég að vera með lögheimili hérna. Þannig að ég get ekki fengið íbúðina af því að ég er ekki með peninginn og get ekki fengið peninginn af því að ég er ekki með íbúðina," sagði Guðmundur í samtali við Vísi.

Vísir heyrði í Seðlabankamönnum og þó þeir geti ekki tjáð sig um 
málefni einstakra aðila þá töldu þeir ljóst að ljóst að einhver misskilningur sé á ferðinni. "Viðkomandi þyrfti að hafa samband við gjaldeyriseftirlit Seðlabankans til að leysa úr málinu," sögðu Seðlabankamenn. Og þeir gerðu gott betur, settu sig í samband við Guðmund Felix og greiddu úr hans málum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×