Viðskipti erlent

iPhone 5 hægvirkastur

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Samsung Galaxy 4S er næstum tvisvar sinnum hraðari en iPhone 5.
Samsung Galaxy 4S er næstum tvisvar sinnum hraðari en iPhone 5. MYND/ÚR SAFNI
iPhone 5 er hægasti snjallsíminn á markaðnum samkvæmt neytendakönnun bresku neytendasamtakanna Which? Síminn hafnaði í sjöunda sæti af sjö mögulegum í könnun sem gerð var á vinsælustu snjallsímunum í Bretlandi.

Mælt var hversu fljótir símarnir voru að taka myndir, spila leiki og vinna úr ýmsum snjallsímaforritum. Þetta var gert með sérstökum örgjörva sem komið var komið var fyrir í símunum sem kannaðir voru.

Margir Apple aðdáendur verða vafalaust vonsviknir yfir þessum fréttum, en Samsung Galaxy S4 mældist hraðasti snjallsíminn á markaðnum í dag. Hann mældist nánast tvisvar sinnum hraðari en iPhone 5. Aðrir snjallsímar sem mældir voru eru frá Sony, Google, Blackberry og HTC.

Þetta kemur fram á vef Sky News.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×