Umhverfisráðherra vill ekki brjóta lög Karen Kjartansdóttir skrifar 21. júní 2013 20:31 Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfisráðherra frestaði undirritun laga um stækkun friðlands Þjórsárvera á síðustu stundu en Landsvirkjun segir að málsmeðferðin hafi verið ólögmæt. Ráðherrann segist ekki vilja brjóta lög, eins og Svandís Svavarsdóttir, fyrirrennari hans, hafi verið dæmd fyrir í embættistíð sinni, og ætlar að skoða málið betur. Í dag stóð til að undirritun vegna stækkunar friðlands í Þjórsárverum færi fram við hátíðlega afhöfn í Skeiða- og Gnúpverjarhreppi. Þjórsárver voru fyrst lýst friðland árið 1981 og eru þau víðáttumesta gróðurvin á miðhálendinu. Nú nær friðlandið yfir um það bil 375 ferkílómetra en með stækkun friðlandsins myndi það ná yfir 1560 ferkílómetra. Sú stækkun hefði þar fyrir utan slegið virkjanahugmyndir á borð við Norðlingaölduveitu út af borðinu. En á síðustu stundu breyttust allar áætlanir. Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra frestaði friðlýsingunni vegna athugasemda sem ráðuneytinu bárust frá Landsvirkjun í gær. Í þeim segir að Landsvirkjun hafi ekki fengið upplýsingar um um meðferð athugasemda sinna og að fyrirtæki teldi málsmeðferðina ólögmæta þar sem ekki hefði náðst samkomulag við fyrirtækið sem þó sé mjög stór hagsmunaaðili að málinu. Svandís Svavarsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, hæddi Sigurð Inga, núverandi umhverfisráðherra, úr ræðustól Alþingis í dag fyrir ákvörðunin og sagði hann hlýða Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra úr Sjálfstæðisflokki. Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfisráðherra hafnar því. „Fyrrverandi umhverfisráðherra var nú einu sinni dæmdur í Hæstarétti fyrir embættisverk sín og ég hef engan áhuga á því og vildi þess vegna skoða málið betur og Umhverfisstofnun sem fer með málaflokkinn ákvað að fresta undirrituninni," segir Sigurður. Náttúruverndarsamtök Íslands, gagnrýna hve athugasemdir Landsvirkjunar hafi borist seint. Sigurður Ingi segir það hafa verið óheppilegt en betra sé að bregðast við þeim með þessum hætti heldur en að halda áfram að óathuguðu máli. Í athugasemdum Náttúruverndarsamtaka Íslands sem sendar voru fjölmiðlum í dag er því einnig hafnað að Landsvirkjun sé stór hagsmunaaðili að málinu. fyrirtækið hafi enga hagsmuni að Þjóðrsárverum umfram aðra. Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunar, hafnar því og segir fyrirtækið gæta hagsmuna eiganda sinna og þeir séu íslenska þjóðin. Fyrirtækið styðji friðlýsingu en sú friðlýsing sem undirrita átti í dag myndi útloka hagkvæman og umhverfisvænan virkjanakost, það er að segja Norðlingaölduveitu. „Það er mikilvægt að þegar Þjórsárver eru vernduð, sem allir eru sammála um að eigi að gera, að þá þýði það ekki að allir kostir í efri hluta Þjórsá séu verndaðir á sama tíma heldur er það sérstök ákvörðun sem þarf að taka,“ segir Hörður. Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Fleiri fréttir Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfisráðherra frestaði undirritun laga um stækkun friðlands Þjórsárvera á síðustu stundu en Landsvirkjun segir að málsmeðferðin hafi verið ólögmæt. Ráðherrann segist ekki vilja brjóta lög, eins og Svandís Svavarsdóttir, fyrirrennari hans, hafi verið dæmd fyrir í embættistíð sinni, og ætlar að skoða málið betur. Í dag stóð til að undirritun vegna stækkunar friðlands í Þjórsárverum færi fram við hátíðlega afhöfn í Skeiða- og Gnúpverjarhreppi. Þjórsárver voru fyrst lýst friðland árið 1981 og eru þau víðáttumesta gróðurvin á miðhálendinu. Nú nær friðlandið yfir um það bil 375 ferkílómetra en með stækkun friðlandsins myndi það ná yfir 1560 ferkílómetra. Sú stækkun hefði þar fyrir utan slegið virkjanahugmyndir á borð við Norðlingaölduveitu út af borðinu. En á síðustu stundu breyttust allar áætlanir. Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra frestaði friðlýsingunni vegna athugasemda sem ráðuneytinu bárust frá Landsvirkjun í gær. Í þeim segir að Landsvirkjun hafi ekki fengið upplýsingar um um meðferð athugasemda sinna og að fyrirtæki teldi málsmeðferðina ólögmæta þar sem ekki hefði náðst samkomulag við fyrirtækið sem þó sé mjög stór hagsmunaaðili að málinu. Svandís Svavarsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra, hæddi Sigurð Inga, núverandi umhverfisráðherra, úr ræðustól Alþingis í dag fyrir ákvörðunin og sagði hann hlýða Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra úr Sjálfstæðisflokki. Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfisráðherra hafnar því. „Fyrrverandi umhverfisráðherra var nú einu sinni dæmdur í Hæstarétti fyrir embættisverk sín og ég hef engan áhuga á því og vildi þess vegna skoða málið betur og Umhverfisstofnun sem fer með málaflokkinn ákvað að fresta undirrituninni," segir Sigurður. Náttúruverndarsamtök Íslands, gagnrýna hve athugasemdir Landsvirkjunar hafi borist seint. Sigurður Ingi segir það hafa verið óheppilegt en betra sé að bregðast við þeim með þessum hætti heldur en að halda áfram að óathuguðu máli. Í athugasemdum Náttúruverndarsamtaka Íslands sem sendar voru fjölmiðlum í dag er því einnig hafnað að Landsvirkjun sé stór hagsmunaaðili að málinu. fyrirtækið hafi enga hagsmuni að Þjóðrsárverum umfram aðra. Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunar, hafnar því og segir fyrirtækið gæta hagsmuna eiganda sinna og þeir séu íslenska þjóðin. Fyrirtækið styðji friðlýsingu en sú friðlýsing sem undirrita átti í dag myndi útloka hagkvæman og umhverfisvænan virkjanakost, það er að segja Norðlingaölduveitu. „Það er mikilvægt að þegar Þjórsárver eru vernduð, sem allir eru sammála um að eigi að gera, að þá þýði það ekki að allir kostir í efri hluta Þjórsá séu verndaðir á sama tíma heldur er það sérstök ákvörðun sem þarf að taka,“ segir Hörður.
Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Starmer segir tíma aðgerða til kominn Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Fleiri fréttir Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Sjá meira