Ný veglína raskar 6% af Teigsskógi Kristján Már Unnarsson skrifar 21. júní 2013 18:54 Ákvörðun Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, um að reyna að koma Vestfjarðavegi í gegnum Teigsskóg, var fagnað á fundi Fjórðungssambands Vestfirðinga á Tálknafirði í dag. Vegagerðin ætlar að fara með nýja veglínu í umhverfismat sem gerir ráð fyrir helmingi minna raski á skóginum en áður var áformað. Nýr ráðherra vegamála notaði tækifærið á leið sinni vestur á firði til að sjá með eigin augum hinn umdeilda skóg, sem talinn er víðáttumesti birkiskógur Vestfjarða. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá ráðherrann í fylgd Hreins Haraldssonar vegamálastjóra kynna sér væntanlega veglínu um skóginn. Sennilega kemur það mörgum á óvart hversu lágvaxinn birkiskógurinn er, hæðin trjánna fer víðast hvar ekki mikið yfir einn metra, og Skógrækt ríkisins segir að þar sem birkikjarrið sé hæst sé meðalhæðin um tveir metrar. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir að farið verði með nýja veglínu í umhverfismat sem raski sex prósentum af skóglendinu, miðað við að fyrri áform gerðu ráð fyrir að tólf prósent myndu raskast. Talsmaður landeigenda hefur þegar lýst því yfir að áfram verði barist fyrir verndun svæðisins. Fundarmenn á Tálknafirði í dag fögnuði hins vegar með lófaátaki stefnumörkun ráðherrans, að sögn Albertínu Elíasdóttur, formanns Fjórðungssambands Vestfirðinga. Tengdar fréttir Er hlynnt vegi um Teigsskóg "Ég er hlynnt því að leggja veginn hér,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra þegar hún skoðaði sig um í Teigsskógi síðdegis í gær á leið sinni til fundar við Vestfirðinga um samgöngumál. 21. júní 2013 09:00 Leið um Teigsskóg í nýtt umhverfismat Nýr ráðherra vegamála, Hanna Birna Kristjánsdóttir, er búin að snúa við ákvörðun forvera sín, Ögmundar Jónassonar, um Teigsskóg.. 18. júní 2013 18:55 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Ákvörðun Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, um að reyna að koma Vestfjarðavegi í gegnum Teigsskóg, var fagnað á fundi Fjórðungssambands Vestfirðinga á Tálknafirði í dag. Vegagerðin ætlar að fara með nýja veglínu í umhverfismat sem gerir ráð fyrir helmingi minna raski á skóginum en áður var áformað. Nýr ráðherra vegamála notaði tækifærið á leið sinni vestur á firði til að sjá með eigin augum hinn umdeilda skóg, sem talinn er víðáttumesti birkiskógur Vestfjarða. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá ráðherrann í fylgd Hreins Haraldssonar vegamálastjóra kynna sér væntanlega veglínu um skóginn. Sennilega kemur það mörgum á óvart hversu lágvaxinn birkiskógurinn er, hæðin trjánna fer víðast hvar ekki mikið yfir einn metra, og Skógrækt ríkisins segir að þar sem birkikjarrið sé hæst sé meðalhæðin um tveir metrar. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir að farið verði með nýja veglínu í umhverfismat sem raski sex prósentum af skóglendinu, miðað við að fyrri áform gerðu ráð fyrir að tólf prósent myndu raskast. Talsmaður landeigenda hefur þegar lýst því yfir að áfram verði barist fyrir verndun svæðisins. Fundarmenn á Tálknafirði í dag fögnuði hins vegar með lófaátaki stefnumörkun ráðherrans, að sögn Albertínu Elíasdóttur, formanns Fjórðungssambands Vestfirðinga.
Tengdar fréttir Er hlynnt vegi um Teigsskóg "Ég er hlynnt því að leggja veginn hér,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra þegar hún skoðaði sig um í Teigsskógi síðdegis í gær á leið sinni til fundar við Vestfirðinga um samgöngumál. 21. júní 2013 09:00 Leið um Teigsskóg í nýtt umhverfismat Nýr ráðherra vegamála, Hanna Birna Kristjánsdóttir, er búin að snúa við ákvörðun forvera sín, Ögmundar Jónassonar, um Teigsskóg.. 18. júní 2013 18:55 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Er hlynnt vegi um Teigsskóg "Ég er hlynnt því að leggja veginn hér,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra þegar hún skoðaði sig um í Teigsskógi síðdegis í gær á leið sinni til fundar við Vestfirðinga um samgöngumál. 21. júní 2013 09:00
Leið um Teigsskóg í nýtt umhverfismat Nýr ráðherra vegamála, Hanna Birna Kristjánsdóttir, er búin að snúa við ákvörðun forvera sín, Ögmundar Jónassonar, um Teigsskóg.. 18. júní 2013 18:55