Lífið

Ég hef aldrei verið alkóhólisti

Leikarinn Johnny Depp segist ekki vera alkóhólisti þó að hann hafi meðvitað tekið þá ákvörðun að hætta að drekka og hafi ekki smakkað áfengi í eitt og hálft ár.

“Nei, ég finn ekki fyrir löngun í fíkniefnið alkóhól,” segir Johnny sem tók þá ákvörðun að hætta að drekka því hann fattaði að hann gæti vel verið án þess.

Johnny smakkar það ekki nú til dags.
“Ég ákvað að ég væri búinn að fá allt sem ég gæti út úr drykkju. Ég kannaði vín og sterka drykki mjög vel og þeir könnuðu mig svo sannarlega og okkur kom mjög vel saman, kannski of vel.”

Johnny skildi við hina frönsku Vanessu Paradis í fyrra.
Kunnugir segja að Johnny sé að deita leikkonuna Amber Heard.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.