Bílferja yfir Arnarfjörð tengi Vestfirði saman Kristján Már Unnarsson skrifar 30. júní 2013 18:45 Ferja yfir Arnarfjörð, sem sigldi nokkrum sinnum á dag milli Hrafnseyrar og Bíldudals, er skjótasta lausnin til að tengja saman atvinnusvæði norður- og suðurhluta Vestfjarða. Þetta er mat áhugamanna um ferju á sunnanverðum Vestfjörðum sem vilja að stjórnvöld skoði þennan kost. Athafnamenn á Bíldudal varpa nú fram þessum möguleika inn í umræðuna en hugmyndin gengur út á það að væntanleg Dýrafjarðagöng verði grafin undir Hrafnseyrarheiði fremur en á móts við Mjólkárvirkjun í botni Arnarfjarðar. Ferðaþjónustumenn, eins og Jón Þórðarson, hvetja til ferju og fiskeldismenn, sem sjá fram á að þurfa mikið vinnuafl á næstu árum, kalla eftir stærra atvinnu- og þjónustusvæði. Matthías Garðarsson, aðaleigandi Arnarlax á Bíldudal, segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að menn þurfi að sjá Vestfirði verða eina heild sem allra fyrst. Bílferja ásamt göngum undir Hrafnseyrarheiði myndu stytta leiðina til Ísafjarðar. Samgönguhindranir á miðhluta Vestfjarða gera það að verkum að vart er hægt að tala um einn landshluta en Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði teppa leiðina milli Ísafjarðar- og Patreksfjarðarsvæðis yfir vetrartímann. Dýrafjarðargöng leysa ekki ein vandann, Dynjandisheiði verður eftir og síðan tenging til Bíldudals. Bílferja yfir Arnarfjörð er raunar ekki ný hugmynd, hreppsnefnd Tálknafjarðar ályktaði um hana fyrir áratug. Matthías þekkir reyndar bílferjur vel eftir að hafa búið í Norður-Noregi í 35 ár. Hann segir fjölmörg samfélag þar þrífast vel með ferjusamgöngum. Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Vor í Árborg – Fjögurra daga fjölskylduhátíð Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Sjá meira
Ferja yfir Arnarfjörð, sem sigldi nokkrum sinnum á dag milli Hrafnseyrar og Bíldudals, er skjótasta lausnin til að tengja saman atvinnusvæði norður- og suðurhluta Vestfjarða. Þetta er mat áhugamanna um ferju á sunnanverðum Vestfjörðum sem vilja að stjórnvöld skoði þennan kost. Athafnamenn á Bíldudal varpa nú fram þessum möguleika inn í umræðuna en hugmyndin gengur út á það að væntanleg Dýrafjarðagöng verði grafin undir Hrafnseyrarheiði fremur en á móts við Mjólkárvirkjun í botni Arnarfjarðar. Ferðaþjónustumenn, eins og Jón Þórðarson, hvetja til ferju og fiskeldismenn, sem sjá fram á að þurfa mikið vinnuafl á næstu árum, kalla eftir stærra atvinnu- og þjónustusvæði. Matthías Garðarsson, aðaleigandi Arnarlax á Bíldudal, segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að menn þurfi að sjá Vestfirði verða eina heild sem allra fyrst. Bílferja ásamt göngum undir Hrafnseyrarheiði myndu stytta leiðina til Ísafjarðar. Samgönguhindranir á miðhluta Vestfjarða gera það að verkum að vart er hægt að tala um einn landshluta en Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði teppa leiðina milli Ísafjarðar- og Patreksfjarðarsvæðis yfir vetrartímann. Dýrafjarðargöng leysa ekki ein vandann, Dynjandisheiði verður eftir og síðan tenging til Bíldudals. Bílferja yfir Arnarfjörð er raunar ekki ný hugmynd, hreppsnefnd Tálknafjarðar ályktaði um hana fyrir áratug. Matthías þekkir reyndar bílferjur vel eftir að hafa búið í Norður-Noregi í 35 ár. Hann segir fjölmörg samfélag þar þrífast vel með ferjusamgöngum.
Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Vor í Árborg – Fjögurra daga fjölskylduhátíð Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Sjá meira