Lífið

Clooney vildi ekki börn

Glaumgosinn George Clooney og þúsundþjalasmiðurinn Stacy Keibler eru hætt saman eftir tveggja ára samband. George vildi ekki eignast börn og því ákvað Stacy að slökkva ástarlogann.

“Stacy hætti með honum. Hún vill eignast börn og stofna fjölskyldu einhvern daginn. Hún veit hvað George finnst um það,” segir vinur hennar við tímaritið People.

Clooney vill ekki binda sig.
“Þau töluðu saman og hættu að vera par fyrir mörgum vikum,” bætir vinurinn við en George er þekktur fyrir að skipta um kærustur mjög reglulega.

Stacy vill eignast börn í framtíðinni.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.