Lífið

Hætti að drekka bjór og fékk sixpakk

Leikarinn Chris Pratt er þekktur fyrir að fita sig og grennast á víxl fyrir kvikmyndahlutverk. Nú er hann kominn í toppform fyrir nýjustu mynd sína Guardians of the Galaxy og sýndi afraksturinn á Twitter-síðu sinni.

“Sex mánuðir, enginn bjór,” skrifaði Chris við myndina en á henni sést að leikarinn er kominn með ansi myndarlegan sixpakk.

Stæltur.
Chris tók sig síðast svona í gegn í fyrra fyrir myndina Zero Dark Thirty en hlóð svo á sig kílóunum fyrir gamanmyndina The Delivery Man.

Þarna er hann í bjórnum.
Chris er kvæntur leikkonunni Önnu Faris.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.