Lífið

Búinn að selja piparsveinaíbúðina

Söngvarinn Adam Levine er búinn að selja piparsveinaíbúð sína í Los Angeles á 3,5 milljónir dollara, rúmlega 430 milljónir króna.

Adam keypti eignina árið 2005 en hún er búin tveimur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum. Auk þess er búið að taka hana alla í gegn af innanhúsarkitektinum fræga Mark Haddawy.

Hjartaknúsari.
Adam er búinn að færa sig í stærra hús í Beverly Hills enda er hann nýbyrjaður að deita fyrirsætuna Ninu Agdal. Hann er ansi hrifinn af módelum og hefur í gegnum tíðina deitað fegurðardísir á borð við Behati Prinsloo, Anne V og Janine Habeck.

Byrjaður með enn einni fyrirsætunni.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.