Lífið

Þolir ekki sína eigin rödd

Beyoncé er ein vinsælasta söngkona heims og því kemur það eflaust mörgum á óvart að hún þolir ekki sína eigin rödd.

“Ég hata að heyra sjálfa mig tala. Ég held að allir geri það,” segir Beyoncé en bætir við að henni þyki ekki óþægilegt að heyra sjálfa sig syngja.

Allir eru óöruggir með eitthvað.
Beyoncé er á tónleikaferðalagi um heiminn um þessar mundir og þarf að mæta í alls kyns fjölmiðlauppákomur og viðtöl út af því. Þessar síðustu vikur hljóta því að hafa verið sérstaklega erfiðar fyrir söngkonuna.

Beyoncé og eiginmaður hennar Jay-Z. Ekki fylgir sögunni hvernig röddin legst í hann.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.