Lífið

Lögð í einelti í æsku

Söngkonan LeAnn Rimes mætti á tónleika á vegum Joico Friend Movement Benefit, samtaka sem berjast gegn einelti, í vikunni. Með í för var eiginmaður hennar til tveggja ára, leikarinn Eddie Cibrian.

Einelti er málefni sem er kært hjarta LeAnn því hún var lögð í einelti í æsku.

Flott kona.
“Ég var lögð í einelti þegar ég var í grunnskóla. Margar stelpur geta verið mjög andstyggilegar á þeim tíma. Eggjum var hent í skápinn minn og ein stelpa mætti með hníf í skólann og reyndi að drepa mig,” segir LeAnn í samtali við E! Hún segist hafa þykkan skráp en hún er ekki sammála því að fjölmiðlar hafi skotleyfi á frægt fólk.

Eddie styður sína konu.
“Frægt fólk er alltaf undir smásjánni og í sviðsljósinu en það gefur ekki ástæðu til að níðast á því eins og margir gera.”

LeAnn lítur betur út í dag en fyrir nokkrum árum þegar fjölmargir höfðu áhyggjur af holdafari hennar.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.