Lífið

Gifti sig í svörtu

Tónlistarkonan Avril Lavigne gekk að eiga Nickelback-goðið Chad Kroeger síðastliðinn mánudag en athöfnin fór fram í kastala í Suður-Frakklandi. Athygli vekur að Avril gifti sig í svörtum kjól frá Monique Lhuillier en söngkonan er þekkt fyrir að fara ótroðnar slóðir þegar kemur að tísku.

Hamingjan er hér.
Um 110 manns mættu til að fagna þessum stóra degi með parinu en hátíðarhöldin stóðu yfir í þrjá daga.

Kastalakoss.
“Við vonumst til að vera saman að eilífu. Einn daginn munum við stofna fjölskyldu. Ég hlakka til að þroskast með Chad,” segir Avril en hún og Chad trúlofuðu sig í ágúst á síðasta ári.

Avril var í hvítu þegar hún gekk að eiga Deryck Whibley árið 2006. Þau skildu þremur árum seinna.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.