"Kosningaloforð stjórnarflokkanna í vor þau sömu og fyrir 10 árum" Hjörtur Hjartarson skrifar 3. júlí 2013 19:13 Félagsmálaráðherra segir að Framsóknarflokkurinn hafi gert upp sína pólitísku fortíð og vinni nú að því að því að bæta íslenska stjórnmálamenningu. Steingrímur J. Sigfússon segir að kosningaloforð Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, fyrir áratug hafi lagt grunninn að mörg hundruð milljarða tapi ríkissjóðs. Kosningaloforðin í vor séu keimlík. Skýrslan um Íbúðalánasjóð var til umræðu á Alþingi í dag og tóku fjölmargir þingmenn til máls.Þar á meðal Steingrímur J. Sigfússon sem sagði tap Íbúðalánasjóðs liggja hjá stjórnarflokkunum. "Gjaldþrot Seðlabankans undir stjórn Davíð Oddssonar er svipað kjaftshögg á íslenska ríkið og höggið á Íbúðarlánasjóð undir forystu Framsóknarflokk", sagði Steingrímur úr ræðustól Alþingis í dag. Steingrímur sagði að kosningaloforð flokkanna tveggja fyrir 10 árum vera keimlík þeim sem gefin voru í vor. "Sjálfstæðisflokkurinn lofaði gríðarlegum skattalækkunum og Framsóknarflokkurinn lofaði í húsnæðismálum. Hafið þið heyrt þetta aftur? Seðlabankinn og fleiri vöruðu við en þetta var samt gert. Hver er staðan núna? Hvernig voru kosningarnar 2013? Sjálfstæðisflokkurinn lofar skattalækkanir og Framsóknarflokkurinn lofar í húsnæðismálum. Og Seðlabankinn er byrjaður að vara við." Ein af helstu niðurstöðum rannsóknarskýrslunnar er sú að 90 prósenta húsnæðislánin hafi lagt grunninn að vandræðum Íbúðalánasjóðs. Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokks benti á að fleiri en þingmenn Framsóknarflokks hefðu á sínum tíma talað fyrir innleiðingu slíkra lána. "Þá kom fram tillaga frá þingmönnum Samfylkingarinnar þar sem þau hvöttu til þess að þegar í stað yrði boðið upp á 90 prósenta lán. Þó að niðurstaða eftirlitsstofnunnar EFTA lægi ekki fyrir." Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri Grænna telur að þessi málflutningur sé til þess fallinn að slá ryki í augum fólks og færa ábyrgðina þaðan sem hún á heima. "Staðreyndin er náttúrulega sú að rannsóknarskýrslan tekur til ára sem Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur voru við stjórn í landinu og hljóta að bera ábyrgð á mörgu af því sem úrskeiðis fór," segir Ögmundur. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra segir að niðurstöður skýrslunnar hafi ekki komið sér á óvart. "Þarna koma fram mjög sambærilegir hlutir sem komu fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um fall bankanna. Þannig að því leytinu kom hún ekki á óvart." Stjórnarflokkarnir og Framsóknarflokkurinn sérstaklega hafa mátt þola mikla gagnrýni fyrir sinn þátt í vandræðum Íbúðalánasjóðs. En hefur Framsóknarflokkurinn slitið sig frá þessum fortíðardraugum sem hann er gagnrýndur fyrir í skýrslunni? "Við höfum tekið mjög alvarlega það sem hefur gerst á undanförnum árum. Við höfum farið í gegnum miklar breytingar sem flokkur og við teljum að það sé mjög brýnt að bæta íslenska stjórnmálamenningu, já", sagði Eygló. Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra en hann sagði það ekki tímabært á þessari stundu. Þá náðist ekki í Guðmund Bjarnason, fyrrverandi framkvæmdarstjóra Íbúðalánasjóðs né Árna Magnússon, fyrrverandi félagsmálaráðherra, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Fleiri fréttir Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Sjá meira
Félagsmálaráðherra segir að Framsóknarflokkurinn hafi gert upp sína pólitísku fortíð og vinni nú að því að því að bæta íslenska stjórnmálamenningu. Steingrímur J. Sigfússon segir að kosningaloforð Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, fyrir áratug hafi lagt grunninn að mörg hundruð milljarða tapi ríkissjóðs. Kosningaloforðin í vor séu keimlík. Skýrslan um Íbúðalánasjóð var til umræðu á Alþingi í dag og tóku fjölmargir þingmenn til máls.Þar á meðal Steingrímur J. Sigfússon sem sagði tap Íbúðalánasjóðs liggja hjá stjórnarflokkunum. "Gjaldþrot Seðlabankans undir stjórn Davíð Oddssonar er svipað kjaftshögg á íslenska ríkið og höggið á Íbúðarlánasjóð undir forystu Framsóknarflokk", sagði Steingrímur úr ræðustól Alþingis í dag. Steingrímur sagði að kosningaloforð flokkanna tveggja fyrir 10 árum vera keimlík þeim sem gefin voru í vor. "Sjálfstæðisflokkurinn lofaði gríðarlegum skattalækkunum og Framsóknarflokkurinn lofaði í húsnæðismálum. Hafið þið heyrt þetta aftur? Seðlabankinn og fleiri vöruðu við en þetta var samt gert. Hver er staðan núna? Hvernig voru kosningarnar 2013? Sjálfstæðisflokkurinn lofar skattalækkanir og Framsóknarflokkurinn lofar í húsnæðismálum. Og Seðlabankinn er byrjaður að vara við." Ein af helstu niðurstöðum rannsóknarskýrslunnar er sú að 90 prósenta húsnæðislánin hafi lagt grunninn að vandræðum Íbúðalánasjóðs. Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokks benti á að fleiri en þingmenn Framsóknarflokks hefðu á sínum tíma talað fyrir innleiðingu slíkra lána. "Þá kom fram tillaga frá þingmönnum Samfylkingarinnar þar sem þau hvöttu til þess að þegar í stað yrði boðið upp á 90 prósenta lán. Þó að niðurstaða eftirlitsstofnunnar EFTA lægi ekki fyrir." Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri Grænna telur að þessi málflutningur sé til þess fallinn að slá ryki í augum fólks og færa ábyrgðina þaðan sem hún á heima. "Staðreyndin er náttúrulega sú að rannsóknarskýrslan tekur til ára sem Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur voru við stjórn í landinu og hljóta að bera ábyrgð á mörgu af því sem úrskeiðis fór," segir Ögmundur. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra segir að niðurstöður skýrslunnar hafi ekki komið sér á óvart. "Þarna koma fram mjög sambærilegir hlutir sem komu fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um fall bankanna. Þannig að því leytinu kom hún ekki á óvart." Stjórnarflokkarnir og Framsóknarflokkurinn sérstaklega hafa mátt þola mikla gagnrýni fyrir sinn þátt í vandræðum Íbúðalánasjóðs. En hefur Framsóknarflokkurinn slitið sig frá þessum fortíðardraugum sem hann er gagnrýndur fyrir í skýrslunni? "Við höfum tekið mjög alvarlega það sem hefur gerst á undanförnum árum. Við höfum farið í gegnum miklar breytingar sem flokkur og við teljum að það sé mjög brýnt að bæta íslenska stjórnmálamenningu, já", sagði Eygló. Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra en hann sagði það ekki tímabært á þessari stundu. Þá náðist ekki í Guðmund Bjarnason, fyrrverandi framkvæmdarstjóra Íbúðalánasjóðs né Árna Magnússon, fyrrverandi félagsmálaráðherra, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Fleiri fréttir Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Sjá meira