Birkir samdi við slitastjórn Glitnis Stígur Helgason skrifar 3. júlí 2013 11:30 Birkir Kristinsson hefur samið við slitastjórn Glitnis um endurgreiðslu á 86 milljónum sem hann græddi á því að halda á bréfum í bankanum í rúmt hálft ár í gegnum félag sitt, BK-44. Samningurinn við slitastjórnina veldur því að honum hefur ekki verið stefnt til greiðslu skaðabóta eins og tveimur öðrum sakborningum í málinu. Í ákæru sérstaks saksóknara á hendur Birki, Jóhannesi Baldurssyni, Elmari Svavarssyni og Magnúsi Arnari Arngrímssyni, er fjallað um ólögmætan hagnað Birkis af hlutabréfaeigninni. Þar segir að félag hans, BK-44, hafi í mars 2008 fengið greiddan 50 milljóna króna arð af hlutabréfunum. Glitnir hreyfði ekki við arðinum, jafnvel þótt allur hugsanlegur arður væri veðsettur fyrir 3,8 milljarða láninu sem Birkir fékk til hlutabréfakaupanna í nóvember 2007 og að lánið væri löngu komið á gjalddaga. Í öðru lagi segir í ákærunni að verðbréfamiðlarinn Elmar Svavarsson hafi komið því þannig fyrir í júlí 2008, við uppgjör skaðleysissamkomulags sem fullyrt er að Glitnir hafi gert við Birki, að gert var upp við hann á of háu gengi ― hærra en þurfti til að kaupa bréfin aftur þannig að BK-44 gæti greitt upp lánið og byði engan skaða af viðskiptunum. Við það hafi orðið til 36 milljóna króna hagnaður hjá félaginu. Allt í allt hagnaðist Birkir því um 85,7 milljónir á því að eiga bréfin í átta mánuði og í einum ákæruliðnum er Elmar Svavarsson sérstaklega ákærður fyrir umboðssvik með því að haga málum þannig að sá hagnaður myndaðist.Naut „ólögmæts ávinnings“ Birkir, sem er fyrrverandi landsliðsmarkvörður í fótbolta og yfirmaður í einkabankaþjónustu Glitnis, er ákærður fyrir hlutdeild í þessum umboðssvikum Elmars ― eins og öðrum umboðssvikum í ákærunni ― enda hafi honum ekki geta dulist, „í ljósi aðdraganda viðskiptanna og allra aðstæðna“, að félag hans hafi notið "ólögmæts ávinnings með viðtöku á arði, sem með réttu hefðu átt að ganga upp í endurgreiðslu á peningamarkaðsláninu“, auk þess sem bréf hafi hafi verið keypt á of háu gengi „þannig að gengismunur myndaðist við uppgjörið félagi hans til hagsbóta“. Á öðrum stað í ákærunni er aðkomu hans lýst á þennan veg: „Ákærða Birki var jafnframt ljóst að ekki lágu eðlilegar viðskiptalegar forsendur að baki því að félag hans auðgaðist um rúmar 85 milljónir króna á viðskiptunum þrátt fyrir verðlækkunina á bréfunum og jafnframt að sú auðgun væri öll á kostnað bankans. Hann var meðvitaður um tilhögun viðskiptanna, umfang þeirra og fjármögnun og tók þátt í verknaðinum.“Jóhannesi og Elmari stefnt til að greiða 1,9 milljarða Í fyrrahaust höfðaði slitastjórn Glitnis skaðabótamál á hendur Jóhannesi Baldurssyni og Elmari Svavarssyni til endurgreiðslu á tjóninu sem Glitnir telur sig hafa orðið fyrir af lánveitingunni. Bótakrafan hljóðar upp á 1,9 milljarða, sem er mismunurinn á markaðsvirði bréfanna 22. júlí 2008 og upphæðinni sem Glitnir borgaði BK-44 fyrir þau. Birki er hins vegar ekki stefnt til endurgreiðslu milljónanna 86, enda hefur hann samið um málið. Í ákærunni segir að þrotabú bankans hafi fengið tjónið bætt „á grundvelli samkomulags við BK-44 eftir að rannsókn þessa máls hófst og eftir að bankinn hafði höfðað riftunarmál á hendur félaginu“. Hins vegar kemur ekki fram hvort upphæðin hafi verið endurgreidd að fullu. Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Sjá meira
Birkir Kristinsson hefur samið við slitastjórn Glitnis um endurgreiðslu á 86 milljónum sem hann græddi á því að halda á bréfum í bankanum í rúmt hálft ár í gegnum félag sitt, BK-44. Samningurinn við slitastjórnina veldur því að honum hefur ekki verið stefnt til greiðslu skaðabóta eins og tveimur öðrum sakborningum í málinu. Í ákæru sérstaks saksóknara á hendur Birki, Jóhannesi Baldurssyni, Elmari Svavarssyni og Magnúsi Arnari Arngrímssyni, er fjallað um ólögmætan hagnað Birkis af hlutabréfaeigninni. Þar segir að félag hans, BK-44, hafi í mars 2008 fengið greiddan 50 milljóna króna arð af hlutabréfunum. Glitnir hreyfði ekki við arðinum, jafnvel þótt allur hugsanlegur arður væri veðsettur fyrir 3,8 milljarða láninu sem Birkir fékk til hlutabréfakaupanna í nóvember 2007 og að lánið væri löngu komið á gjalddaga. Í öðru lagi segir í ákærunni að verðbréfamiðlarinn Elmar Svavarsson hafi komið því þannig fyrir í júlí 2008, við uppgjör skaðleysissamkomulags sem fullyrt er að Glitnir hafi gert við Birki, að gert var upp við hann á of háu gengi ― hærra en þurfti til að kaupa bréfin aftur þannig að BK-44 gæti greitt upp lánið og byði engan skaða af viðskiptunum. Við það hafi orðið til 36 milljóna króna hagnaður hjá félaginu. Allt í allt hagnaðist Birkir því um 85,7 milljónir á því að eiga bréfin í átta mánuði og í einum ákæruliðnum er Elmar Svavarsson sérstaklega ákærður fyrir umboðssvik með því að haga málum þannig að sá hagnaður myndaðist.Naut „ólögmæts ávinnings“ Birkir, sem er fyrrverandi landsliðsmarkvörður í fótbolta og yfirmaður í einkabankaþjónustu Glitnis, er ákærður fyrir hlutdeild í þessum umboðssvikum Elmars ― eins og öðrum umboðssvikum í ákærunni ― enda hafi honum ekki geta dulist, „í ljósi aðdraganda viðskiptanna og allra aðstæðna“, að félag hans hafi notið "ólögmæts ávinnings með viðtöku á arði, sem með réttu hefðu átt að ganga upp í endurgreiðslu á peningamarkaðsláninu“, auk þess sem bréf hafi hafi verið keypt á of háu gengi „þannig að gengismunur myndaðist við uppgjörið félagi hans til hagsbóta“. Á öðrum stað í ákærunni er aðkomu hans lýst á þennan veg: „Ákærða Birki var jafnframt ljóst að ekki lágu eðlilegar viðskiptalegar forsendur að baki því að félag hans auðgaðist um rúmar 85 milljónir króna á viðskiptunum þrátt fyrir verðlækkunina á bréfunum og jafnframt að sú auðgun væri öll á kostnað bankans. Hann var meðvitaður um tilhögun viðskiptanna, umfang þeirra og fjármögnun og tók þátt í verknaðinum.“Jóhannesi og Elmari stefnt til að greiða 1,9 milljarða Í fyrrahaust höfðaði slitastjórn Glitnis skaðabótamál á hendur Jóhannesi Baldurssyni og Elmari Svavarssyni til endurgreiðslu á tjóninu sem Glitnir telur sig hafa orðið fyrir af lánveitingunni. Bótakrafan hljóðar upp á 1,9 milljarða, sem er mismunurinn á markaðsvirði bréfanna 22. júlí 2008 og upphæðinni sem Glitnir borgaði BK-44 fyrir þau. Birki er hins vegar ekki stefnt til endurgreiðslu milljónanna 86, enda hefur hann samið um málið. Í ákærunni segir að þrotabú bankans hafi fengið tjónið bætt „á grundvelli samkomulags við BK-44 eftir að rannsókn þessa máls hófst og eftir að bankinn hafði höfðað riftunarmál á hendur félaginu“. Hins vegar kemur ekki fram hvort upphæðin hafi verið endurgreidd að fullu.
Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Sjá meira