Birkir samdi við slitastjórn Glitnis Stígur Helgason skrifar 3. júlí 2013 11:30 Birkir Kristinsson hefur samið við slitastjórn Glitnis um endurgreiðslu á 86 milljónum sem hann græddi á því að halda á bréfum í bankanum í rúmt hálft ár í gegnum félag sitt, BK-44. Samningurinn við slitastjórnina veldur því að honum hefur ekki verið stefnt til greiðslu skaðabóta eins og tveimur öðrum sakborningum í málinu. Í ákæru sérstaks saksóknara á hendur Birki, Jóhannesi Baldurssyni, Elmari Svavarssyni og Magnúsi Arnari Arngrímssyni, er fjallað um ólögmætan hagnað Birkis af hlutabréfaeigninni. Þar segir að félag hans, BK-44, hafi í mars 2008 fengið greiddan 50 milljóna króna arð af hlutabréfunum. Glitnir hreyfði ekki við arðinum, jafnvel þótt allur hugsanlegur arður væri veðsettur fyrir 3,8 milljarða láninu sem Birkir fékk til hlutabréfakaupanna í nóvember 2007 og að lánið væri löngu komið á gjalddaga. Í öðru lagi segir í ákærunni að verðbréfamiðlarinn Elmar Svavarsson hafi komið því þannig fyrir í júlí 2008, við uppgjör skaðleysissamkomulags sem fullyrt er að Glitnir hafi gert við Birki, að gert var upp við hann á of háu gengi ― hærra en þurfti til að kaupa bréfin aftur þannig að BK-44 gæti greitt upp lánið og byði engan skaða af viðskiptunum. Við það hafi orðið til 36 milljóna króna hagnaður hjá félaginu. Allt í allt hagnaðist Birkir því um 85,7 milljónir á því að eiga bréfin í átta mánuði og í einum ákæruliðnum er Elmar Svavarsson sérstaklega ákærður fyrir umboðssvik með því að haga málum þannig að sá hagnaður myndaðist.Naut „ólögmæts ávinnings“ Birkir, sem er fyrrverandi landsliðsmarkvörður í fótbolta og yfirmaður í einkabankaþjónustu Glitnis, er ákærður fyrir hlutdeild í þessum umboðssvikum Elmars ― eins og öðrum umboðssvikum í ákærunni ― enda hafi honum ekki geta dulist, „í ljósi aðdraganda viðskiptanna og allra aðstæðna“, að félag hans hafi notið "ólögmæts ávinnings með viðtöku á arði, sem með réttu hefðu átt að ganga upp í endurgreiðslu á peningamarkaðsláninu“, auk þess sem bréf hafi hafi verið keypt á of háu gengi „þannig að gengismunur myndaðist við uppgjörið félagi hans til hagsbóta“. Á öðrum stað í ákærunni er aðkomu hans lýst á þennan veg: „Ákærða Birki var jafnframt ljóst að ekki lágu eðlilegar viðskiptalegar forsendur að baki því að félag hans auðgaðist um rúmar 85 milljónir króna á viðskiptunum þrátt fyrir verðlækkunina á bréfunum og jafnframt að sú auðgun væri öll á kostnað bankans. Hann var meðvitaður um tilhögun viðskiptanna, umfang þeirra og fjármögnun og tók þátt í verknaðinum.“Jóhannesi og Elmari stefnt til að greiða 1,9 milljarða Í fyrrahaust höfðaði slitastjórn Glitnis skaðabótamál á hendur Jóhannesi Baldurssyni og Elmari Svavarssyni til endurgreiðslu á tjóninu sem Glitnir telur sig hafa orðið fyrir af lánveitingunni. Bótakrafan hljóðar upp á 1,9 milljarða, sem er mismunurinn á markaðsvirði bréfanna 22. júlí 2008 og upphæðinni sem Glitnir borgaði BK-44 fyrir þau. Birki er hins vegar ekki stefnt til endurgreiðslu milljónanna 86, enda hefur hann samið um málið. Í ákærunni segir að þrotabú bankans hafi fengið tjónið bætt „á grundvelli samkomulags við BK-44 eftir að rannsókn þessa máls hófst og eftir að bankinn hafði höfðað riftunarmál á hendur félaginu“. Hins vegar kemur ekki fram hvort upphæðin hafi verið endurgreidd að fullu. Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Birkir Kristinsson hefur samið við slitastjórn Glitnis um endurgreiðslu á 86 milljónum sem hann græddi á því að halda á bréfum í bankanum í rúmt hálft ár í gegnum félag sitt, BK-44. Samningurinn við slitastjórnina veldur því að honum hefur ekki verið stefnt til greiðslu skaðabóta eins og tveimur öðrum sakborningum í málinu. Í ákæru sérstaks saksóknara á hendur Birki, Jóhannesi Baldurssyni, Elmari Svavarssyni og Magnúsi Arnari Arngrímssyni, er fjallað um ólögmætan hagnað Birkis af hlutabréfaeigninni. Þar segir að félag hans, BK-44, hafi í mars 2008 fengið greiddan 50 milljóna króna arð af hlutabréfunum. Glitnir hreyfði ekki við arðinum, jafnvel þótt allur hugsanlegur arður væri veðsettur fyrir 3,8 milljarða láninu sem Birkir fékk til hlutabréfakaupanna í nóvember 2007 og að lánið væri löngu komið á gjalddaga. Í öðru lagi segir í ákærunni að verðbréfamiðlarinn Elmar Svavarsson hafi komið því þannig fyrir í júlí 2008, við uppgjör skaðleysissamkomulags sem fullyrt er að Glitnir hafi gert við Birki, að gert var upp við hann á of háu gengi ― hærra en þurfti til að kaupa bréfin aftur þannig að BK-44 gæti greitt upp lánið og byði engan skaða af viðskiptunum. Við það hafi orðið til 36 milljóna króna hagnaður hjá félaginu. Allt í allt hagnaðist Birkir því um 85,7 milljónir á því að eiga bréfin í átta mánuði og í einum ákæruliðnum er Elmar Svavarsson sérstaklega ákærður fyrir umboðssvik með því að haga málum þannig að sá hagnaður myndaðist.Naut „ólögmæts ávinnings“ Birkir, sem er fyrrverandi landsliðsmarkvörður í fótbolta og yfirmaður í einkabankaþjónustu Glitnis, er ákærður fyrir hlutdeild í þessum umboðssvikum Elmars ― eins og öðrum umboðssvikum í ákærunni ― enda hafi honum ekki geta dulist, „í ljósi aðdraganda viðskiptanna og allra aðstæðna“, að félag hans hafi notið "ólögmæts ávinnings með viðtöku á arði, sem með réttu hefðu átt að ganga upp í endurgreiðslu á peningamarkaðsláninu“, auk þess sem bréf hafi hafi verið keypt á of háu gengi „þannig að gengismunur myndaðist við uppgjörið félagi hans til hagsbóta“. Á öðrum stað í ákærunni er aðkomu hans lýst á þennan veg: „Ákærða Birki var jafnframt ljóst að ekki lágu eðlilegar viðskiptalegar forsendur að baki því að félag hans auðgaðist um rúmar 85 milljónir króna á viðskiptunum þrátt fyrir verðlækkunina á bréfunum og jafnframt að sú auðgun væri öll á kostnað bankans. Hann var meðvitaður um tilhögun viðskiptanna, umfang þeirra og fjármögnun og tók þátt í verknaðinum.“Jóhannesi og Elmari stefnt til að greiða 1,9 milljarða Í fyrrahaust höfðaði slitastjórn Glitnis skaðabótamál á hendur Jóhannesi Baldurssyni og Elmari Svavarssyni til endurgreiðslu á tjóninu sem Glitnir telur sig hafa orðið fyrir af lánveitingunni. Bótakrafan hljóðar upp á 1,9 milljarða, sem er mismunurinn á markaðsvirði bréfanna 22. júlí 2008 og upphæðinni sem Glitnir borgaði BK-44 fyrir þau. Birki er hins vegar ekki stefnt til endurgreiðslu milljónanna 86, enda hefur hann samið um málið. Í ákærunni segir að þrotabú bankans hafi fengið tjónið bætt „á grundvelli samkomulags við BK-44 eftir að rannsókn þessa máls hófst og eftir að bankinn hafði höfðað riftunarmál á hendur félaginu“. Hins vegar kemur ekki fram hvort upphæðin hafi verið endurgreidd að fullu.
Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira