Lífið

Alltaf á nálum

Hótelerfinginn Paris Hilton segist stanslaust vera á nálum í viðtali við Sunday Times. Henni hafa borist talsvert mikið af hótunum í gegnum tíðina.“Ég óttast að einhver læðist aftan að mér þegar ég er í margmenni,” segir Paris í viðtalinu. Hún segist hafa treyst fólki þegar hún var yngri en nú er hún vör um sig, sérstaklega eftir að eltihrellir reyndi að brjótast inn til hennar árið 2010.

Paris er vör um sig.
“Ég treysti ekki mörgum utan fjölskyldunnar. Ég gruna alltaf að fólk sé á höttunum eftir einhverju frá mér.”

Með systur sinni Nicky.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.