Innlent

Frank Ocean í íslenskri hönnun

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Flottur í Snæfell Parka frá 66 gráður norður.
Flottur í Snæfell Parka frá 66 gráður norður.
Bandaríski tónlistarmaðurinn og Grammyverðlaunahafinn Frank Ocean er mættur á klakann en hann heldur tónleika í Laugardalshöllinni í kvöld.

Tónlistarmaðurinn og fylgdarlið hans lentu á Keflavíkurflugvelli í gærmorgun, en fylgdarliðið telur hvorki meira né minna en 38 manns. Allur hópurinn gistir á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu.

Í gær birti umboðsmaður Ocean, Kelly Clancy, þessa mynd á Instagram en þar má sjá tónlistarmanninn í hvítri Snæfell Parka úlpu frá 66 gráður norður á bílaplaninu við Geysi á Suðurlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×