Andri Þór í banastuði og Ísland í góðum málum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. júlí 2013 16:44 Strákarnir okkar standa sig vel í Tékklandi. Mynd/Aðsend Íslenska karlalandsliðið í golfi situr í öðru sæti að loknum tveimur hringjum af þremur á Challenge Trophy-mótinu sem er undankeppni fyrir Evrópumót karlalandsliða. Okkar menn spiluðu næstbest allra í dag. Þrjú efstu liðin vinna sér inn þátttökurétt á Evrópumótinu og voru okkar menn þriðju eftir fyrsta dag. Þeir spiluðu enn betur í dag og enginn betur en Andri Þór Björnsson úr GR sem var í banastuði. Hann spilaði á 68 höggum eða fjórum undir pari eftir fimm fugla og einn skolla. Hann er í öðru sæti yfir alla kylfingana sextíu. Belgía er í fyrsta sæti með nokkuð hraustlegt tíu högga forskot á Íslendinga. Í þriðja sæti er Slóvakía sex höggum á eftir okkar mönnum. Lokahringurinn fer fram á morgun og þá kemur í ljós hvaða þrjú lið tryggja sér þátttökurétt á Evrópumótinu sjálfu. Skor okkar kylfinga og staða þeirra í einstaklingskeppninni. 2.sæti Andri Þór Björnsson, GR 75/68 -1 5.sæti Haraldur Franklín Magnús, GR 73/75 +4 14.sæti Axel Bóasson, GK 79/75 +10 25.sæti Ragnar Már Garðarsson, GKG 76/80 +12 25.sæti Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR 80/76 +12 36.sæti Rúnar Arnórsson, GK 79/80 +15 Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í golfi situr í öðru sæti að loknum tveimur hringjum af þremur á Challenge Trophy-mótinu sem er undankeppni fyrir Evrópumót karlalandsliða. Okkar menn spiluðu næstbest allra í dag. Þrjú efstu liðin vinna sér inn þátttökurétt á Evrópumótinu og voru okkar menn þriðju eftir fyrsta dag. Þeir spiluðu enn betur í dag og enginn betur en Andri Þór Björnsson úr GR sem var í banastuði. Hann spilaði á 68 höggum eða fjórum undir pari eftir fimm fugla og einn skolla. Hann er í öðru sæti yfir alla kylfingana sextíu. Belgía er í fyrsta sæti með nokkuð hraustlegt tíu högga forskot á Íslendinga. Í þriðja sæti er Slóvakía sex höggum á eftir okkar mönnum. Lokahringurinn fer fram á morgun og þá kemur í ljós hvaða þrjú lið tryggja sér þátttökurétt á Evrópumótinu sjálfu. Skor okkar kylfinga og staða þeirra í einstaklingskeppninni. 2.sæti Andri Þór Björnsson, GR 75/68 -1 5.sæti Haraldur Franklín Magnús, GR 73/75 +4 14.sæti Axel Bóasson, GK 79/75 +10 25.sæti Ragnar Már Garðarsson, GKG 76/80 +12 25.sæti Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR 80/76 +12 36.sæti Rúnar Arnórsson, GK 79/80 +15
Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira