Lífið

Ætla að gifta sig fyrir árslok

Turtildúfurnar Jennifer Aniston og Justin Theroux þurftu að fresta brúðkaupi sínu sem átti að fara fram í sumar vegna anna. Nú eru þau staðráðin í því að gifta sig fyrir árslok, líklegast í byrjun desember.

Jennifer og Justin hafa hingað til ekki náð að koma sér saman um hvar brúðkaupið ætti að fara fram en vinir Justins segja að hann hafi loks gefið sig og samþykkt að játast Jennifer í Kaliforníu en ekki á austurströnd Bandaríkjanna þar sem vinir hans og fjölskylda búa.

Smart par.
Parið mun ekki láta gefa sig saman á heimili sínu í Bel Air sem verið er að taka í gegn en veislan mun að öllum líkindum verða haldin þar.

Styttist í stóra daginn.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.