Lífið

Aldurinn breytir kynlífinu

Leikkonan Sharon Stone prýðir forsíðu tímaritsins NEW YOU. Hún er orðin 55 ára gömul og segir aldurinn hafa breytt ýmsu í sínu lífi – ekki síst kynlífinu.

“Konur skilja líkama sinn betur þegar þær eldast og það er ákveðin blómstrun sem á sér stað þegar þær stunda kynlíf. Við erum hungraðar í gourmet máltíðir en ekki skyndibita. Við erum örlátari og ákveðnari,” segir Sharon. Hún segist elska það að eldast og stefnir ekki á lýtaaðgerðir til að viðhalda unglegu útliti.

Eldist vel.
“Ég get ekki sagt þér hve margir læknar hafa reynt að selja mér andlitslyftingu. Ég hef næstum því látið tala mig inn á það en síðan horft á mynd af mér og hugsað: Hverju ætla þeir að lyfta?”

Vann í genalottóinu - fimm réttir og bónus.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.