Fótbolti

Indriði skoraði beint úr aukaspyrnu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Indriði Sigurðsson.
Indriði Sigurðsson. Mynd/AFP
Indriði Sigurðsson og félagar í Viking unnu 3-0 heimasigur á Start í Íslendingaslag í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Indriði skoraði fyrsta mark Viking-liðsins sem komst upp í þriðja sætið með þessum sigri. Það gekk ekki eins hjá Íslendingaliðunum Hönefoss og Brann.

Indriði skoraði fyrsta mark leiksins á 6. mínútu með skoti beint úr aukaspyrnu af 17 metra færi en skotið fór reyndar af varnarmanni og þaðan í markið.

Johan Lædre Björdal (44. mínútu) og Benjamin Sulimani (70. mínútu) innsigluðu síðan sigurinn.

Indriði átti mjög góðan leik og var eftir leikinn valinn besti Víkingurinn á vellinum af sérstakri dómnefnd.

Arnór Aðalsteinsson og Kristján Örn Sigurðsson voru allan tímann í vörn Höneföss þegar liðið fékk slæman skell á móti af Strömsgodset. Leikurinn endaði með 6-1 stórsigri heimamanna. Strömsgodset komst á toppinn í rúma tvo tíma með þessum stórsigri.

Birkir Már Sævarsson var einnig í byrjunarliði Brann þegar liðið tapaði fyrir 4-1 fyrir Rosenborg. Birkir Már spilaði allan leikinn og nældi sér í gult spjald. Rosenborg endurheimti toppsætið af Strömsgodset með þessum sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×