Birgir Leifur: Eiginkonan hvatti mig til að spila Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. júlí 2013 18:16 Birgir Leifur Hafþórsson varð Íslandsmeistari í höggleik í dag eftir æsilegan lokadag á Korpúlfsstaðavelli og harða baráttu við Harald Franklín Magnús, Íslandsmeistara síðasta árs. „Þetta var frábær rimma og gat farið á báða vegu. Haddi spilaði vel allt mótið fyrir utan þetta eina högg á 16. sem refsaði honum full mikið,“ sagði Birgir Leifur en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. „Það var fúlt fyrir hann því hann átti þetta jafn mikið skilið og ég. En ég er gríðarlega sáttur við sigurinn og spilamennskuna.“ Hann segir að leikáætlun hans fyrir 16. holu hafi gengið vel upp þó svo að hann hafi þurft að þrípútta. Þá var hann næstum búinn að missa boltann út af á 14. braut en náði að bjarga parinu. „Ég var heppinn þá en ég reddaði því vel. Annars getur þessi völlur refsað mjög mikið fyrir eitt lélegt högg og það er stutt á milli fugls og skolla.“ „Mestu skiptir að halda boltanum í leik og vera þolinmóður. Ætli ég hafi ekki unnið þolinmæðisvinnuna vel á mótinu,“ segir hann. Birgir Leifur á von á sínu þriðja barni með eiginkonu sinni en hún er komin yfir settan dag. Hann segir að það hafi ekki haft mikil áhrif á sig. „Hún er svo yndisleg að hún rak mig alltaf áfram. Ég var á báðum áttum hvort ég ætti að taka þátt en hún hvatti mig til þess. Ég gæti þá bara komið á fæðingadeildina ef allt færi af stað. Við tókum bara einn daga í einu.“ Hann fylgdist því með símanum annað slagið. „Hún var svo í nágrenninu og maður var því rólegari. Ætli þetta komi ekki á morgun - eða bara í kvöld. Það væri eftir öllu.“ Golf Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson varð Íslandsmeistari í höggleik í dag eftir æsilegan lokadag á Korpúlfsstaðavelli og harða baráttu við Harald Franklín Magnús, Íslandsmeistara síðasta árs. „Þetta var frábær rimma og gat farið á báða vegu. Haddi spilaði vel allt mótið fyrir utan þetta eina högg á 16. sem refsaði honum full mikið,“ sagði Birgir Leifur en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. „Það var fúlt fyrir hann því hann átti þetta jafn mikið skilið og ég. En ég er gríðarlega sáttur við sigurinn og spilamennskuna.“ Hann segir að leikáætlun hans fyrir 16. holu hafi gengið vel upp þó svo að hann hafi þurft að þrípútta. Þá var hann næstum búinn að missa boltann út af á 14. braut en náði að bjarga parinu. „Ég var heppinn þá en ég reddaði því vel. Annars getur þessi völlur refsað mjög mikið fyrir eitt lélegt högg og það er stutt á milli fugls og skolla.“ „Mestu skiptir að halda boltanum í leik og vera þolinmóður. Ætli ég hafi ekki unnið þolinmæðisvinnuna vel á mótinu,“ segir hann. Birgir Leifur á von á sínu þriðja barni með eiginkonu sinni en hún er komin yfir settan dag. Hann segir að það hafi ekki haft mikil áhrif á sig. „Hún er svo yndisleg að hún rak mig alltaf áfram. Ég var á báðum áttum hvort ég ætti að taka þátt en hún hvatti mig til þess. Ég gæti þá bara komið á fæðingadeildina ef allt færi af stað. Við tókum bara einn daga í einu.“ Hann fylgdist því með símanum annað slagið. „Hún var svo í nágrenninu og maður var því rólegari. Ætli þetta komi ekki á morgun - eða bara í kvöld. Það væri eftir öllu.“
Golf Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira