Guðmundur átti besta afrek dagsins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. júlí 2013 09:18 Guðmundur Sverrisson kastar í gær. Mynd/Benedikt H. Sigurgeirsson Frábær árangur náðist í mörgum greinum á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum á Akureyri en síðari keppnisdagur fer fram í dag. Guðmundur Sverrisson, spjótkastari úr ÍR, stal senunni þegar hann kastaði yfir 80 m í fyrsta sinn á ferlinum. Kastið var aðeins 34 cm frá lágmarkinu fyrir HM í Moskvu og var stigahæsta afrek dagsins. Hann fékk 1096 stig fyrir kastið. Það er greinilega bjart fram undan í spjótkasti karla því Sindri Hrafn Guðmundsson kastaði yfir 70 m og stal öðru sætinu af Erni Davíðssyni - sem einnig hefur náð góðum árangri í greininni. Hafdís Sigurðardóttir, UFA, bar höfuð og herðar yfir stöllur sínar í kvennaflokki. Hún átti þrjú stigahæstu afrek dagsins en hún sigraði í þremur greinum. Besta afrekið, 1065 stig, vann hún er hún jafnaði eigið Íslandsmet í langstökki með 6,36 m stökki. Hún sigraði svo með yfirburðum í 100 m hlaupi á 11,75 sekúndum og hafði betur í einvíginu við Anítu Hinriksdóttur í 400 m hlaupi. Aníta var svo í fjórða sæti á stigalistanum með 1019 stig fyrir tímann sinn í 400 m hlaupi, 55,34 sekúndur, en hún var tæpri sekúndu á eftir Hafdísi. Arna Stefanía kom svo næst með 1018 stig fyrir árangur sinn í 100 m grindahlaupi. Hún hljóp á 14,11 sekúndum og bætti eigið aldursflokkamet. Kristinn Torfason vann næstbesta afrek dagsins í karlaflokki er hann sigraði í langstökki með 7,45 m. Ásdís Hjálmsdóttir, sem undirbýr sig nú fyrir HM, sigraði með yfirburðum í spjótkasti en var þó nokkuð frá sínu besta. Kolbeinn Höður Gunnarsson vann einnig þrenn gullverðlaun í gær og náði sérstaklega glæsilegum árangri í 100 m hlaupi, þar sem hann bætti aldursflokkamet Jóns Arnars Magnússonar. Kolbeinn hljóp á 10,66 sem var þriðja stigahæsta afrek dagsins í karlaflokki. Hann sigraði einnig í 400 m hlaupi eftir spennandi keppni. Kolbeinn kórónaði svo daginn með því að tryggja sveit UFA dramatískan sigur með síðasta sprettinum í 4x100 boðhlaupi karla. UFA hljóp á 43,14 sekúndum en Breiðablik, ÍR, og FH voru öll innan við sekúndu á eftir. ÍR sigraði í 4x100 m boðhlaupi kvenna á 48,54 sekúndum en FH kom næst á 48,88 sekúndum.Úrslit og keppnisdagskrá má sjá hér. Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Sjá meira
Frábær árangur náðist í mörgum greinum á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum á Akureyri en síðari keppnisdagur fer fram í dag. Guðmundur Sverrisson, spjótkastari úr ÍR, stal senunni þegar hann kastaði yfir 80 m í fyrsta sinn á ferlinum. Kastið var aðeins 34 cm frá lágmarkinu fyrir HM í Moskvu og var stigahæsta afrek dagsins. Hann fékk 1096 stig fyrir kastið. Það er greinilega bjart fram undan í spjótkasti karla því Sindri Hrafn Guðmundsson kastaði yfir 70 m og stal öðru sætinu af Erni Davíðssyni - sem einnig hefur náð góðum árangri í greininni. Hafdís Sigurðardóttir, UFA, bar höfuð og herðar yfir stöllur sínar í kvennaflokki. Hún átti þrjú stigahæstu afrek dagsins en hún sigraði í þremur greinum. Besta afrekið, 1065 stig, vann hún er hún jafnaði eigið Íslandsmet í langstökki með 6,36 m stökki. Hún sigraði svo með yfirburðum í 100 m hlaupi á 11,75 sekúndum og hafði betur í einvíginu við Anítu Hinriksdóttur í 400 m hlaupi. Aníta var svo í fjórða sæti á stigalistanum með 1019 stig fyrir tímann sinn í 400 m hlaupi, 55,34 sekúndur, en hún var tæpri sekúndu á eftir Hafdísi. Arna Stefanía kom svo næst með 1018 stig fyrir árangur sinn í 100 m grindahlaupi. Hún hljóp á 14,11 sekúndum og bætti eigið aldursflokkamet. Kristinn Torfason vann næstbesta afrek dagsins í karlaflokki er hann sigraði í langstökki með 7,45 m. Ásdís Hjálmsdóttir, sem undirbýr sig nú fyrir HM, sigraði með yfirburðum í spjótkasti en var þó nokkuð frá sínu besta. Kolbeinn Höður Gunnarsson vann einnig þrenn gullverðlaun í gær og náði sérstaklega glæsilegum árangri í 100 m hlaupi, þar sem hann bætti aldursflokkamet Jóns Arnars Magnússonar. Kolbeinn hljóp á 10,66 sem var þriðja stigahæsta afrek dagsins í karlaflokki. Hann sigraði einnig í 400 m hlaupi eftir spennandi keppni. Kolbeinn kórónaði svo daginn með því að tryggja sveit UFA dramatískan sigur með síðasta sprettinum í 4x100 boðhlaupi karla. UFA hljóp á 43,14 sekúndum en Breiðablik, ÍR, og FH voru öll innan við sekúndu á eftir. ÍR sigraði í 4x100 m boðhlaupi kvenna á 48,54 sekúndum en FH kom næst á 48,88 sekúndum.Úrslit og keppnisdagskrá má sjá hér.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Sjá meira