Birgir Leifur saxaði á forystu Haraldar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. júlí 2013 14:29 Mynd/Stefán Haraldur Franklín Magnús, ríkjandi Íslandsmeistari, er með tveggja högga forystu fyrir lokakeppnisdaginn á Íslandsmótinu á morgun. Haraldur var um tíma mest með sex högga forystu í dag en Birgir Leifur Hafþórsson saxaði jafnt og þétt á forystu hans eftir því sem leið á daginn. Áhlaup hans hófst á sjöundu holu er Birgir Leifur náði í fyrsta fuglinn af þremur í röð. Haraldur fékk svo sjaldséðan skolla á tíundu holu en með því náði Birgir Leifur að minnka muninn í tvö högg. Haraldur hélt rónni eftir þetta og hélt forystunni allt til loka. Þessir tveir hafa verið í ákveðnum sérflokki á mótinu til þessa og er útlit fyrir einvígi þeirra um titilinn á mótinu á morgun. Ólafur Björn Loftsson gaf aðeins eftir í dag og spilaði á einu höggi yfir pari. Hann er í þriðja sæti á pari ásamt þeim Arnari Snæ Hákonarsyni, Rúnari Arnórssyni og Arnóri Inga Finnbjörnssyni. Birgir Leifur spilaði á 66 höggum í dag, rétt eins og Guðmundur Ágúst Kristjánsson sem vann sig upp í tíunda sætið. Kristján Þór Einarsson spilaði einnig vel, á 67 höggum, og er í ellefta sæti. Kristján Þór og Guðmundur Ágúst voru í góðri stöðu um miðjan hring en náðu ekki að bæta vallarmetið sem Ólafur Björn setti í gær er hann lék á 65 höggum. Fylgst var með deginum í beinni lýsingu á Vísi sem má lesa hér fyrir neðan.Staðan í karlaflokki: 1. Haraldur Franklín Magnús, GR -9 2. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG -7 3. Ólafur Björn Loftsson, NK E - Arnar Snær Hákonarson, GR E - Rúnar Arnórsson, GK E - Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR EStaðan í kvennaflokki: 1. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL +5 2. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK +5 3. Sunna Víðisdóttir, GR +7 4. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir +9 5. Anna Sólveig Snorradóttir +1118.21: Haraldur Franklín og Birgir Leifur fengu báðir fugl á átjándu eftir frábært innáhögg. Þeir áttu báðir auðvelt pútt eftir sem þeir settu niður. Útlit fyrir spennandi lokadag.17.56: Þá er lokahollið loksins búið að klára sextándu en það hafa verið miklar tafir á þeirri holu í dag. Það eru um 45 mínútur síðan að hollið kláraði fimmtándu holu og þetta tók því sinn tíma. Allir lentu þeir í vandræðum á sextándu og töpuðu því höggi. Staðan er því óbreytt fyrir síðustu tvær holurnar.17.43: Örvar lenti í miklum vandræðum á sextándu og tapaði þremur höggum. Hann lenti í ógöngum eftir þriðja höggið og þurfti að kosta miklu til að klára holuna. Það hefur verið nokkuð um tafir á sextándu í dag og því á síðasta hollið enn eftir að klára holuna. Örvar er dottinn út af lista yfir tíu efstu.17.30: „Ég kannski bjóst ekki við að ná svona miklu af henni en þetta var fínt. Það verður örugglega spennandi lokahringur á morgun,“ sagði Valdís Þóra eftir hringinn sinn í dag. Sjá viðtal við hana hér.17.12: Birgir Leifur var að missa pútt á fimmtándu sem hefði minnkað forystu Haraldar í eitt högg. Báðir fengu par á holunni en þar sem Haraldur fékk skolla á fjórtándu munar nú tveimur höggum á þeim.16.55: Guðrún Brá náði að bjarga því sem hún gat með fugli á átjándu. Þar með er ljóst að hún og Valdís Þóra verða jafnar þegar keppni hefst á morgun. Sunna náði pari á átjándu og er í þriðja sæti.16.50: Haraldur Franklín gefur Birgi Leif ekkert eftir og hefur náð tveimur fuglum á síðustu þremur holum. Hann er á tíu undir pari, þremur á undan Birgi.16.44: Óbreytt staða hjá konunum fyrir átjándu og síðustu holuna.16.31: Valdís var að missa högg á 16. holu og því er forysta hennar nú eitt högg. Sunna fékk skolla á 17. og datt niður í þriðja sæti. Ólafía Þórunn fékk skramba á sautjándu og þurrkaði þar með örninn út á síðustu holu.16.19: Ólafía Þórunn náði frábærum erni sextándu eftir glæsilegt pútt. Hún er aðeins einu höggi á eftir kylfingunum í öðru sæti.16.18: Sunna er enn í sókn og hefur nú jafnað Guðrúnu Brá í öðru sætinu. Sunna fékk fugl á sextándu og er tveimur höggum undir pari í dag.16.08: Guðmundur Ágúst var að koma inn á fimm undir pari. Eins og hann bendir sjálfur á vildi hann meira eftir að hafa verið sex undir eftir tólf holur. Sjá viðtal við Guðmund Ágúst hér.15.58: Örvar heldur áfram að gera það gott en hann var að fá fugl á elleftu. Hann hefur fengið fugla á öllum par 5 holunum hingað til enda högglangur kylfingur. Örvar er þriðji á þremur undir pari.15.52: Meiri spenna í karlaflokki. Haraldur Franklín var að tapa höggi á tíundu. Forysta hans hefur því minnkað um fjögur högg á fjórum holum.15.38: Stórsókn Birgis Leifs heldur áfram. Hann fékk sinn þriðja fugl í röð á níundu og er nú aðeins þremur höggum á eftir Haraldi. Ólafur Björn, sem er í sama ráshóp, fékk skolla á níundu og er dottinn niður í fjórða sætið.15.35: Valdís Þóra hefur tekið tveggja högga forystu í kvennaflokki. Hún tók forystuna á þrettándu er hún náði fugli en Guðrún Brá fékk svo skolla á fjórtándu og hefur því gefið verulega eftir í dag.15.21: Guðmundur Ágúst fékk skolla á fimmtándu og er því fimm undir í dag. Hann er því einu höggi frá vallarmetinu þegar þrjár holur eru eftir.15.19: Tveir fuglar í röð hjá Birgir Leifi og forysta Haraldar nú orðin fjögur högg. Fjórði fuglinn hjá Birgi í dag sem sækir stíft að forystumanninum.15.11: Birgir Leifur fékk fugla á sjöundu fyrstu tvo dagana og einnig í dag. Það gerðu Haraldur Franklín hins vegar ekki og er Birgir Leifur því búinn að minnka forystu hans um eitt högg. Örvar var hins vegar að missa högg á níundu og er því nú tveimur höggum á eftir Birgi Leifi.15.08: Guðrún Brá deilir nú forystunni með Valdísi Þóru. Guðrún fékk líka skolla á tólftu á meðan að Valdís fékk par. Báðar eru nú á fimm höggum yfir pari.15:06: Sunna Víðisdóttir var að missa högg á tólftu og er nú tveimur höggum á eftir Valdísi Þóru.15:04: Guðmundur Ágúst Kristjánsson, ríkjandi Íslandsmeistari í holukeppni, hefur spilað frábært golf í dag. Hann er á sex undir pari eftir tólf holur og þarf einn fugl í viðbót til að bæta vallarmet Ólafs Björns Loftssonar frá því í gær. Hann hefur fengið fimm fugla í dag, einn skolla og einn örn. Hann kom á elleftu holu. Guðmundur Ágúst byrjaði illa á mótinu og var á níu höggum yfir pari eftir fyrsta daginn. En hann var á tveimur undir í gær og virðist til alls líklegur í dag.14:55: Örvar Samúelsson er að spila vel í dag og er kominn á þrjá undir. Hann fékk fugla á fyrstu tveimur holunum og svo aftur á sjöundu. Hann er jafn Birgi Leif í öðru sæti.14:53:Haraldur Franklín var að ná öðrum fugli, nú á hinni 136 m löngu 6. holu. Fyrsti fuglinn hans á þeirri holu á mótinu. Hann er nú komin með sex högga forystu.14:49: Sviptingar á 11. holu. Guðrún Brá tapaði höggi en Valdís Þóra náði fugli. Nú munar aðeins einu höggi á þeim.14:39: Haraldur Franklín hefur spilað ótrúlega vel á mótinu. Hann hefur aðeins fengið fjóra skolla til þessa, þar af þrjá á fyrsta deginum. Fuglarnir eru alls tólf hjá honum hingað til, þar af einn á fjórðu í dag. Hann er langfyrstur á átta undir pari.14:36: Sunna Víðisdóttir er einnig að koma sterk inn eftir að hafa byrjað skelfilega fyrsta daginn. þá spilaði hún á tíu höggum yfir pari. Hún var á tveimur undir í gær og er að spila frábærlega í dag. Hún var að fá sinn þriðja fugl í dag, á 11. holu, og hefur nú jafnað Valdísi Þóru í öðru sæti.14:32:Guðrún Brá var með fjögurra högga forystu fyrir daginn og jók forystuna í gær þrátt fyrir að hafa spilað verr en á fyrsta deginum. Valdís Þóra kom þá sterk inn á einu yfir pari eftir hafa spilað á fimm yfir fyrsta daginn. Valdís Þóra byrjar betur í dag og hefur minnkað forystu Guðrúnar í þrjú högg.14:25: Velkomin í beina lýsingu frá Íslandsmótinu í höggleik en hér ætlum við að fylgjast með því helsta sem gerist á Korpunni sem skartar sínu fegursta í dag. Guðrún Brá og Haraldur Franklín, sem tóku forystu strax á fyrsta degi, eru enn fremst. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Haraldur Franklín Magnús, ríkjandi Íslandsmeistari, er með tveggja högga forystu fyrir lokakeppnisdaginn á Íslandsmótinu á morgun. Haraldur var um tíma mest með sex högga forystu í dag en Birgir Leifur Hafþórsson saxaði jafnt og þétt á forystu hans eftir því sem leið á daginn. Áhlaup hans hófst á sjöundu holu er Birgir Leifur náði í fyrsta fuglinn af þremur í röð. Haraldur fékk svo sjaldséðan skolla á tíundu holu en með því náði Birgir Leifur að minnka muninn í tvö högg. Haraldur hélt rónni eftir þetta og hélt forystunni allt til loka. Þessir tveir hafa verið í ákveðnum sérflokki á mótinu til þessa og er útlit fyrir einvígi þeirra um titilinn á mótinu á morgun. Ólafur Björn Loftsson gaf aðeins eftir í dag og spilaði á einu höggi yfir pari. Hann er í þriðja sæti á pari ásamt þeim Arnari Snæ Hákonarsyni, Rúnari Arnórssyni og Arnóri Inga Finnbjörnssyni. Birgir Leifur spilaði á 66 höggum í dag, rétt eins og Guðmundur Ágúst Kristjánsson sem vann sig upp í tíunda sætið. Kristján Þór Einarsson spilaði einnig vel, á 67 höggum, og er í ellefta sæti. Kristján Þór og Guðmundur Ágúst voru í góðri stöðu um miðjan hring en náðu ekki að bæta vallarmetið sem Ólafur Björn setti í gær er hann lék á 65 höggum. Fylgst var með deginum í beinni lýsingu á Vísi sem má lesa hér fyrir neðan.Staðan í karlaflokki: 1. Haraldur Franklín Magnús, GR -9 2. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG -7 3. Ólafur Björn Loftsson, NK E - Arnar Snær Hákonarson, GR E - Rúnar Arnórsson, GK E - Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR EStaðan í kvennaflokki: 1. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL +5 2. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK +5 3. Sunna Víðisdóttir, GR +7 4. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir +9 5. Anna Sólveig Snorradóttir +1118.21: Haraldur Franklín og Birgir Leifur fengu báðir fugl á átjándu eftir frábært innáhögg. Þeir áttu báðir auðvelt pútt eftir sem þeir settu niður. Útlit fyrir spennandi lokadag.17.56: Þá er lokahollið loksins búið að klára sextándu en það hafa verið miklar tafir á þeirri holu í dag. Það eru um 45 mínútur síðan að hollið kláraði fimmtándu holu og þetta tók því sinn tíma. Allir lentu þeir í vandræðum á sextándu og töpuðu því höggi. Staðan er því óbreytt fyrir síðustu tvær holurnar.17.43: Örvar lenti í miklum vandræðum á sextándu og tapaði þremur höggum. Hann lenti í ógöngum eftir þriðja höggið og þurfti að kosta miklu til að klára holuna. Það hefur verið nokkuð um tafir á sextándu í dag og því á síðasta hollið enn eftir að klára holuna. Örvar er dottinn út af lista yfir tíu efstu.17.30: „Ég kannski bjóst ekki við að ná svona miklu af henni en þetta var fínt. Það verður örugglega spennandi lokahringur á morgun,“ sagði Valdís Þóra eftir hringinn sinn í dag. Sjá viðtal við hana hér.17.12: Birgir Leifur var að missa pútt á fimmtándu sem hefði minnkað forystu Haraldar í eitt högg. Báðir fengu par á holunni en þar sem Haraldur fékk skolla á fjórtándu munar nú tveimur höggum á þeim.16.55: Guðrún Brá náði að bjarga því sem hún gat með fugli á átjándu. Þar með er ljóst að hún og Valdís Þóra verða jafnar þegar keppni hefst á morgun. Sunna náði pari á átjándu og er í þriðja sæti.16.50: Haraldur Franklín gefur Birgi Leif ekkert eftir og hefur náð tveimur fuglum á síðustu þremur holum. Hann er á tíu undir pari, þremur á undan Birgi.16.44: Óbreytt staða hjá konunum fyrir átjándu og síðustu holuna.16.31: Valdís var að missa högg á 16. holu og því er forysta hennar nú eitt högg. Sunna fékk skolla á 17. og datt niður í þriðja sæti. Ólafía Þórunn fékk skramba á sautjándu og þurrkaði þar með örninn út á síðustu holu.16.19: Ólafía Þórunn náði frábærum erni sextándu eftir glæsilegt pútt. Hún er aðeins einu höggi á eftir kylfingunum í öðru sæti.16.18: Sunna er enn í sókn og hefur nú jafnað Guðrúnu Brá í öðru sætinu. Sunna fékk fugl á sextándu og er tveimur höggum undir pari í dag.16.08: Guðmundur Ágúst var að koma inn á fimm undir pari. Eins og hann bendir sjálfur á vildi hann meira eftir að hafa verið sex undir eftir tólf holur. Sjá viðtal við Guðmund Ágúst hér.15.58: Örvar heldur áfram að gera það gott en hann var að fá fugl á elleftu. Hann hefur fengið fugla á öllum par 5 holunum hingað til enda högglangur kylfingur. Örvar er þriðji á þremur undir pari.15.52: Meiri spenna í karlaflokki. Haraldur Franklín var að tapa höggi á tíundu. Forysta hans hefur því minnkað um fjögur högg á fjórum holum.15.38: Stórsókn Birgis Leifs heldur áfram. Hann fékk sinn þriðja fugl í röð á níundu og er nú aðeins þremur höggum á eftir Haraldi. Ólafur Björn, sem er í sama ráshóp, fékk skolla á níundu og er dottinn niður í fjórða sætið.15.35: Valdís Þóra hefur tekið tveggja högga forystu í kvennaflokki. Hún tók forystuna á þrettándu er hún náði fugli en Guðrún Brá fékk svo skolla á fjórtándu og hefur því gefið verulega eftir í dag.15.21: Guðmundur Ágúst fékk skolla á fimmtándu og er því fimm undir í dag. Hann er því einu höggi frá vallarmetinu þegar þrjár holur eru eftir.15.19: Tveir fuglar í röð hjá Birgir Leifi og forysta Haraldar nú orðin fjögur högg. Fjórði fuglinn hjá Birgi í dag sem sækir stíft að forystumanninum.15.11: Birgir Leifur fékk fugla á sjöundu fyrstu tvo dagana og einnig í dag. Það gerðu Haraldur Franklín hins vegar ekki og er Birgir Leifur því búinn að minnka forystu hans um eitt högg. Örvar var hins vegar að missa högg á níundu og er því nú tveimur höggum á eftir Birgi Leifi.15.08: Guðrún Brá deilir nú forystunni með Valdísi Þóru. Guðrún fékk líka skolla á tólftu á meðan að Valdís fékk par. Báðar eru nú á fimm höggum yfir pari.15:06: Sunna Víðisdóttir var að missa högg á tólftu og er nú tveimur höggum á eftir Valdísi Þóru.15:04: Guðmundur Ágúst Kristjánsson, ríkjandi Íslandsmeistari í holukeppni, hefur spilað frábært golf í dag. Hann er á sex undir pari eftir tólf holur og þarf einn fugl í viðbót til að bæta vallarmet Ólafs Björns Loftssonar frá því í gær. Hann hefur fengið fimm fugla í dag, einn skolla og einn örn. Hann kom á elleftu holu. Guðmundur Ágúst byrjaði illa á mótinu og var á níu höggum yfir pari eftir fyrsta daginn. En hann var á tveimur undir í gær og virðist til alls líklegur í dag.14:55: Örvar Samúelsson er að spila vel í dag og er kominn á þrjá undir. Hann fékk fugla á fyrstu tveimur holunum og svo aftur á sjöundu. Hann er jafn Birgi Leif í öðru sæti.14:53:Haraldur Franklín var að ná öðrum fugli, nú á hinni 136 m löngu 6. holu. Fyrsti fuglinn hans á þeirri holu á mótinu. Hann er nú komin með sex högga forystu.14:49: Sviptingar á 11. holu. Guðrún Brá tapaði höggi en Valdís Þóra náði fugli. Nú munar aðeins einu höggi á þeim.14:39: Haraldur Franklín hefur spilað ótrúlega vel á mótinu. Hann hefur aðeins fengið fjóra skolla til þessa, þar af þrjá á fyrsta deginum. Fuglarnir eru alls tólf hjá honum hingað til, þar af einn á fjórðu í dag. Hann er langfyrstur á átta undir pari.14:36: Sunna Víðisdóttir er einnig að koma sterk inn eftir að hafa byrjað skelfilega fyrsta daginn. þá spilaði hún á tíu höggum yfir pari. Hún var á tveimur undir í gær og er að spila frábærlega í dag. Hún var að fá sinn þriðja fugl í dag, á 11. holu, og hefur nú jafnað Valdísi Þóru í öðru sæti.14:32:Guðrún Brá var með fjögurra högga forystu fyrir daginn og jók forystuna í gær þrátt fyrir að hafa spilað verr en á fyrsta deginum. Valdís Þóra kom þá sterk inn á einu yfir pari eftir hafa spilað á fimm yfir fyrsta daginn. Valdís Þóra byrjar betur í dag og hefur minnkað forystu Guðrúnar í þrjú högg.14:25: Velkomin í beina lýsingu frá Íslandsmótinu í höggleik en hér ætlum við að fylgjast með því helsta sem gerist á Korpunni sem skartar sínu fegursta í dag. Guðrún Brá og Haraldur Franklín, sem tóku forystu strax á fyrsta degi, eru enn fremst.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira