Lífið

Vill ekki láta kalla sig ömmu

Raunveruleikastjarnan Kris Jenner er móðir Kardashian-systranna. Kim eignaðist nýlega sitt fyrsta barn en systir hennar Kourtney á tvö börn. Samt vill Kris ekki láta kalla sig ömmu.

“Það byrjuðu allir á að kalla hana ömmu en nú hefur hún beðið öll barnabörnin að kalla sig Lovey,” segir vinur fjölskyldunnar.

Hugguleg kona.
“Hún hefur gert öllum ljóst að hún muni ekki svara nafninu amma þannig að það ætti enginn að nota það. Henni er fúlasta alvara með þetta. Henni líkar ekki við þetta orð og hefur bannað það,” bætir vinurinn við en auðvitað svarar Kris líka sínu eigin nafni, orðinu mamma og frú Jenner.

Með dætrum sínum, Khloe, Kourtney og Kim.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.