Sport

Helgi heimsmeistari í spjótkasti

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Helgi Sveinsson.
Helgi Sveinsson.
Helgi Sveinsson tryggði sér í dag heimsmeistaratitilinn í spjótkasti karla í flokki F42 á heimsmeistaramóti fatlaðra í frjálsum íþróttum í Lyon í Frakkland.

Helgi kastaði spjótinu 50,98 metra í sjöttu og síðustu tilraun sinni sem er hans besti árangur, Íslandsmet og heimsmeistaramótsmet. Frábær árangur hjá Helga sem hafnaði í fimmta sæti á Ólympíumótinu í London síðastliðið sumar með kasti upp á 47,61 metra.

Helgi hafði betur í mikilli baráttu við Ólympíumeistarann Yanlong Fu sem náði risakasti í lokatilraun sinni. Munurinn var aðeins níu sentimetrar þegar upp var staðið.

Efstu menn

1. Helgi Sveinsson - Ísland - 50,98m

2. Fu Yanlong - Kína - 50,89m

3. Runar Steinstad - Noregur - 49,81m

„Þetta var algjör túrbódagur. Gat hreinlega ekki verið betra," segir nýkrýndur heimsmeistari í viðtali við Vísi.


Tengdar fréttir

"Þetta var algjör túrbódagur"

"Það er ekki hægt að lýsa því hvernig mér líður. Þetta er einhver endaleysa í hausnum á mér. Ég veit ekkert hvað ég á að segja," segir nýkrýndur heimsmeistari í spjótakasti Helgi Sveinsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×