Lífið

Of gömul fyrir Friends

Aðdáendur sjónvarpsþáttanna Friends eru æstir í endurkomu þeirra en leikkonan Lisa Kudrow, sem lék hina skrautlegu Phoebe Buffay í þáttunum, segir það ekki koma til greina.

“Ég er of gömul. Ég hefði engan áhuga á að sjá hvað þetta fólk er að gera tíu árum seinna. Það yrði svo frábrugðið því sem það var að það gæti ekki orðið Friends aftur,” segir Lisa sem er 49 ára gömul. Aðeins eitt gæti fengið leikkonuna til að endurvekja Friends-ævintýrið.

Ekki meira Friends segir Lisa.
“Auðvitað myndi ég gera þetta ef allir vildu það. Og allir eru ekki bara við sex – það eru David Crane og Marta Kauffman sem sköpuðu þáttinn.”

Joey, Chandler, Rachel, Phoebe, Ross og Monica unnu hjörtu heimsbyggðarinnar í den.
Vinirnir.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.