Formúla 1

Formúlan snýr aftur til Austurríkis

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mikið var gert úr lokasprettinum í kappakstrinum í Austurríki árið 2002. Hér eru Ferrari-mennirnir Schumacher og Barrichello eftir umrædda keppni.
Mikið var gert úr lokasprettinum í kappakstrinum í Austurríki árið 2002. Hér eru Ferrari-mennirnir Schumacher og Barrichello eftir umrædda keppni. Nordic Photos / Getty Images
Ákveðið hefur verið að keppa aftur í Austurríki frá og með næsta keppnistímabili í Formúlu 1 kappakstrinum en áratugur er liðinn síðan að keppt var þar síðast.

Red Bull Racing tilkynnti í dag að samningar hefðu náðst við Bernie Ecclestone, yfirmann Formúlu 1.

Keppt verður eins og áður í fylkinu Steiermark en brautin ber nú nafn Red Bull en hét áður A1 Ring og Österreichring þar á undan.

Keppnin í Austurríki frá 2002 er fræg fyrir þær sakir að Rubens Barrichello var þá gert að hleypa Michael Schumacher, liðsfélaga sínum hjá Ferrari, fram úr sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×