Erlent

Mótmæli vegna Trayvon Martin halda áfram

Jóhannes Stefánsson skrifar
Beyonce og Jay Z hafa láð málstað Trayvon lið.
Beyonce og Jay Z hafa láð málstað Trayvon lið. AFP
Mótmæli vegna niðurstöðu í dómsmáli gegn George Zimmerman héldu áfram víðsvegar um Bandaríkin í gær. Hundruð mótmælenda söfnuðust saman í New York, Miami, Chicago og fleiri borgum og kröfðust þess að George Zimmerman yrði dreginn fyrir alríkisdómstól.

Mótmælin má rekja til þess að kviðdóm í Flórída þótti einsýnt að þeldökki unglingurinn Trayvon Martin hefði ráðist á Zimmerman í febrúar 2012 og hinn síðarnefndi hefði skotið Trayvon í hjartað í sjálfsvörn. Mótmælendur segja dóminn hlaðinn kynþáttafordómum og hafa lýst yfir áhyggjum yfir meintri mismunun kynþátta í Bandarísku samfélagi.

Fjöldi þekktra Bandaríkjamanna hafa láð þessum málstað lið og til að mynda voru bæði tónlistarmennirnir Jay-Z og kona hans Beyonce viðstödd mótmæli í New York í gær. Ekki er útséð hvenær mótmælunum verður hætt. Fjöldi mótmælenda voru lagðir inn á sjúkrahús vegna ofhitnunar, en mikil hitabylgja gengur yfir Bandaríkin um þessar mundir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×