HRingurinn fer af stað með látum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 20. júlí 2013 19:28 Tölvuleikjaspilarar hvaðanæva af landinu sitja nú sveittir í húsakynnum Háskólans í Reykjavik og heyja hatramma baráttu í sýndarheimum. Ekkert pulsupartý segja skipuleggjendur en öfugt á við landann lofa þau vonda veðrið. Önnur hæð Háskólans í Reykjavík var þéttsetin þegar fréttastofu bar að garði í dag. Þar sátu hátt í tvö hundruð spilarar á öllum aldri, umkringdir hálftómum pizzakössum og orkudrykkjum, ásamt stöku kaffibolla. Allt eru þetta heppilegir ferðafélagar í sýndarheimi þar sem spilararnir tókust á. HRingurinn fer nefnilega fram um helgina en hér mætast spilarar í hinum ýmsu tölvuleikjum. Það er Tvíund, félag tölvunarfræðinema í HR, sem stendur fyrir þessu árlega móti og það hefur aldrei verið sótt jafn vel og í ár. „Við erum sennilega eina fólkið á Íslandi sem lofar vonda veðrið," segir Bjarni Egill Ögmundsson, skemmtanastjóri hjá Tvíund. „Spáin er góð fyrir okkur. Það er inniveður í dag eða LAN-veður eins og við köllum það."HRingurinn er fúlasta alvara. Úrslitin fara fram á morgun og vinningarnir eru álíka fjölbreyttir og þeir eru margir.„Þetta er alls ekkert pylsupartý. Þetta hentar öllum og það er auðvitað gaman að sjá stelpurnar hérna. Þær mættu auðvitað vera aðeins fleiri," segir Áslaug Sóllilja, formaður nemendafélags Tvíundar. HRingurinn er fúlasta alvara. Úrslitin fara fram á morgun og vinningarnir eru álíka fjölbreyttir og þeir eru margir. Í þessum leikjum skiptir herkænska og útsjónarsemi sköpum, sem og sjálft þolið enda var loftið nokkuð þungt í HR í dag. „Allir íþróttamenn verða að geta spilað við hvaða aðstæður sem er. Þannig að við viljum þjálfa liðin okkar í að geta spilað undir öllum aðstæðum. Þú verður bara að standa þig,“ segir Bjarni Egill. „Fólk kemur hingað með dýnur og svefnpoka. Við rekumst stundum á einhvern sofandi undir tækjabúnaðinum. Þannig að menn kunna að redda sér, það er óhætt að segja það.“Hægt er að nálgast beina útsendingu frá keppninni hér. Mest lesið Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira
Tölvuleikjaspilarar hvaðanæva af landinu sitja nú sveittir í húsakynnum Háskólans í Reykjavik og heyja hatramma baráttu í sýndarheimum. Ekkert pulsupartý segja skipuleggjendur en öfugt á við landann lofa þau vonda veðrið. Önnur hæð Háskólans í Reykjavík var þéttsetin þegar fréttastofu bar að garði í dag. Þar sátu hátt í tvö hundruð spilarar á öllum aldri, umkringdir hálftómum pizzakössum og orkudrykkjum, ásamt stöku kaffibolla. Allt eru þetta heppilegir ferðafélagar í sýndarheimi þar sem spilararnir tókust á. HRingurinn fer nefnilega fram um helgina en hér mætast spilarar í hinum ýmsu tölvuleikjum. Það er Tvíund, félag tölvunarfræðinema í HR, sem stendur fyrir þessu árlega móti og það hefur aldrei verið sótt jafn vel og í ár. „Við erum sennilega eina fólkið á Íslandi sem lofar vonda veðrið," segir Bjarni Egill Ögmundsson, skemmtanastjóri hjá Tvíund. „Spáin er góð fyrir okkur. Það er inniveður í dag eða LAN-veður eins og við köllum það."HRingurinn er fúlasta alvara. Úrslitin fara fram á morgun og vinningarnir eru álíka fjölbreyttir og þeir eru margir.„Þetta er alls ekkert pylsupartý. Þetta hentar öllum og það er auðvitað gaman að sjá stelpurnar hérna. Þær mættu auðvitað vera aðeins fleiri," segir Áslaug Sóllilja, formaður nemendafélags Tvíundar. HRingurinn er fúlasta alvara. Úrslitin fara fram á morgun og vinningarnir eru álíka fjölbreyttir og þeir eru margir. Í þessum leikjum skiptir herkænska og útsjónarsemi sköpum, sem og sjálft þolið enda var loftið nokkuð þungt í HR í dag. „Allir íþróttamenn verða að geta spilað við hvaða aðstæður sem er. Þannig að við viljum þjálfa liðin okkar í að geta spilað undir öllum aðstæðum. Þú verður bara að standa þig,“ segir Bjarni Egill. „Fólk kemur hingað með dýnur og svefnpoka. Við rekumst stundum á einhvern sofandi undir tækjabúnaðinum. Þannig að menn kunna að redda sér, það er óhætt að segja það.“Hægt er að nálgast beina útsendingu frá keppninni hér.
Mest lesið Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira