Lífið

Talar um ástina – en ekki Johnny Depp

Leikkonan Amber Heard prýðir forsíðu tímaritsins Flare og opnar sig um ástarlífið, þó ekki um kærastann, leikarann Johnny Depp.

“Ástarlífið er ekki hluti af faglega lífinu mínu. Ég vil vera listamaður. Ég vil ekki vera stjarna. Það er hægt að finna myndir af mér á Netinu að taka bensín, sækja föt í hreinsun og í göngutúr með hundinn en ekki hangandi á næturklúbbi,” segir Amber, 27 ára, sem vill ekki tjá sig um ástarsamband sitt og Johnny. Þau sáust síðast saman á myndinni The Lone Ranger þar sem þau héldust í hendur.

Glæsileg í Flare.
Amber og Johnny kynntust fyrst á setti myndarinnar Rum Diary árið 2009. Samband þeirra var opinberað í júní í fyrra, mjög stuttu eftir að Johnny skildi við konu sína til fjórtán ára, Vanessu Paradis.

Hönd í hönd.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.