Lífið

Strippaði á djamminu

Leikarinn Kiefer Sutherland skellti sér út á lífið í Calgary í Kanada um helgina eftir langan dag í tökum. Hann byrjaði á nokkrum drykkjum með meðleikkonu sinni Demi Moore og handritshöfundinum Brad Mirman en síðan æstust leikar.

Seinna um kvöldið fékk Kiefer sér vel af viskí, stóð upp og reif sig úr að ofan á barnum.

Þekktur fyrir að leika Jack Bauer í sjónvarpsþáttunum 24.
“Hann var valtur og fór úr skyrtunni og dansaði. Það var fyndið. Hann var mjög opinn að spjalla við fólk,” segir einn gestur barsins en á þessum tímapunkti var Demi farin heim.

Demi er ekki eins dugleg á djamminu og Kiefer.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.