Gullbjörninn segir boltann sökudólginn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. júlí 2013 12:45 Jack Nicklaus og Arnold Palmer á góðri stundu. Nordicphotos/AFP Kylfingurinn Jack Nicklaus hefur kastað fram nýjustu kenningunni um ástæðu þess hve langan tíma taki að spila átján holur í dag. Hægur leikur kylfinga sætir aukinni gagnrýni og fékk byr undir báða vængi á dögunum. Þá fengu undrabarnið Tianlang Guan og Hideki Masuyama víti fyrir hægan leik auk þess Golfsamband Bandaríkjanna hefur sagst ætla að beita sér gegn hægum leik. „Það eru ekki bara kylfingar sem eru lengi að spila. Erfiðleikastig golfvallanna, lengd þeirra og vegalengdin sem boltinn flýgur," sagði Nicklaus á dögunum. Nicklaus leggur sérstaka áherslu á hvernig nýir golfboltar hafa breytt íþróttinni. Þeir sé hægt að koma mun lengri vegalengd en áður fyrr. „Aðalsökudólgurinn að mínu mati er golfboltinn og vegalengdin sem hann flýgur. Það tók þrjá til þrjá og hálfan tíma í gamla daga að spila hringinn. Á Opna breska spiluðum við hringinn á undir þremur tímum. Í dag tekur það næstum fimm klukkustundir.” Nicklaus segir hægan leik gera almenningi erfiðara um vik að fylgjast með mótum og atvinnukylfingar verði verri fyrirmyndir. „Ungt fólk vill leika eftir það sem atvinnukylfingarnir gera. Allt í einu tekur það krakka fimm og hálfan tíma að spila hringinn og þannig breytist íþróttin.” Golf Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Kylfingurinn Jack Nicklaus hefur kastað fram nýjustu kenningunni um ástæðu þess hve langan tíma taki að spila átján holur í dag. Hægur leikur kylfinga sætir aukinni gagnrýni og fékk byr undir báða vængi á dögunum. Þá fengu undrabarnið Tianlang Guan og Hideki Masuyama víti fyrir hægan leik auk þess Golfsamband Bandaríkjanna hefur sagst ætla að beita sér gegn hægum leik. „Það eru ekki bara kylfingar sem eru lengi að spila. Erfiðleikastig golfvallanna, lengd þeirra og vegalengdin sem boltinn flýgur," sagði Nicklaus á dögunum. Nicklaus leggur sérstaka áherslu á hvernig nýir golfboltar hafa breytt íþróttinni. Þeir sé hægt að koma mun lengri vegalengd en áður fyrr. „Aðalsökudólgurinn að mínu mati er golfboltinn og vegalengdin sem hann flýgur. Það tók þrjá til þrjá og hálfan tíma í gamla daga að spila hringinn. Á Opna breska spiluðum við hringinn á undir þremur tímum. Í dag tekur það næstum fimm klukkustundir.” Nicklaus segir hægan leik gera almenningi erfiðara um vik að fylgjast með mótum og atvinnukylfingar verði verri fyrirmyndir. „Ungt fólk vill leika eftir það sem atvinnukylfingarnir gera. Allt í einu tekur það krakka fimm og hálfan tíma að spila hringinn og þannig breytist íþróttin.”
Golf Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira