Lífið

Tvær milljónir á mánuði í leigu

Leikarinn Orlando Bloom er búinn að leigja út hús sitt í Hollywood en leigan er ekkert smáræði – 16.500 dollarar á mánuði, tæpar tvær milljónir króna.

Orlando býr núna í New York með eiginkonu sinni, fyrirsætunni Miröndu Kerr, og syni þeirra Flynn. Hann þarf því ekkert á húsinu í Hollywood að halda en það er staðsett í hæðunum fyrir ofan Sunset Boulevard.

Pabbastrákur.
Húsið er búið fjórum svefnherbergjum og er öryggisgæslan í hámarki. Sundlaug fylgir húsinu og Orlando skildi eftir öll fínu húsgögnin sín fyrir leigjandann. Heppinn!

Ofurpar.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.