Lífið

Rómantíkin lifir á sextugsaldri

Stjörnuhjónin Antonio Banderas og Melanie Griffith eyddu saman góðum gæðastundum í Suður-Frakklandi í vikunni en þau eiga bæði afmæli um helgina.

Melanie varð 56 ára í gær og Antonio er 53ja ára í dag. Parið hefur verið gift síðan árið 1996 og lifir ástin greinilega enn góðu lífi.

Melanie hress á kantinum.
Antonio sagði í viðtali árið 2010 að hann hefði orðið ástfanginn af Melanie margoft á þessum tæpu tveimur áratugum sem þau hafa verið gift.

Antonio sólar sig.
“Ég get ekki talið skiptin en þau eru mörg,” sagði suðræni sjarmörinn þá og bræddi hjörtu um allan heim.

Hvíslar ástarorð í eyra hennar.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.