Lífið

Með lepp eftir leik við strákana

Söngkonan Sheryl Crow deildi svarthvítri mynd af sér á Instagram í vikunni sem væri svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að hún er með lepp á myndinni.

“Þetta er það sem gerist þegar maður spilar tennis við börnin sín,” skrifaði Sheryl við myndina en bætti ekki við hvor sona hennar, Wyatt, sex ára eða Levi, þriggja ára, olli skaðanum.

Lagleg með lepp.
Sheryl virðist ekki vera mjög miður sín yfir atvikinu því á Instagram-myndinni er hún skælbrosandi.

Strákarnir hljóta að vera öflugir í tennis.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.