Lífið

Ekki með barnapíu

Vilhjálmur Bretaprins og hertogaynjan Kate Middleton eignuðust soninn George þann 22. júlí síðastliðinn sem hefur varla farið framhjá mörgum.

Fljótlega eftir fæðinguna fóru þau til foreldra Kate í Bucklebury og hafa eytt síðustu dögum þar.

Þetta eru strákarnir mínir.
Það fer vel um nýbökuðu foreldrana og gera þau lítið annað en að sofa, borða og hugsa um George litla. Hann dafnar vel og Kate og Vilhjálmi líður vel í þessu nýja hlutverki.

Fyrirmyndar foreldrar.
“Þau elska foreldrahlutverkið. Þau læra eitthvað nýtt á hverjum degi,” segir vinur parsins í samtali við Us Magazine og bætir við að hjónin séu ekki með barnfóstru og hafi ekki í hyggju að ráða eina slíka í nánustu framtíð.

Kate nýtur sín í móðurhlutverkinu.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.