Lífið

Simon kaupir milljarðahús fyrir barnsmóðurina

Tónlistarmógúllinn Simon Cowell hefur í hyggju að gefa Lauren Silverman, konunni sem gengur með barn hans, glæsihýsi í Beverly Hills upp á tíu milljónir dollara, rúman milljarð króna.

Lauren býr eins og stendur í The Hamptons, nálægt New York, með eiginmanni sínum Andrew og sjö ára syni þeirra Adam. Simon vill flytja Lauren til Los Angeles svo þau verði nálægt hvort öðru og geti alið barnið upp þar.

Elskendur í stuði.
Lauren stendur nú í skilnaði við eiginmann sinn en hún og Simon hafa verið í framhjáhaldssambandi síðan árið 2009. Nýjustu fregnir herma að þau séu enn par en Lauren er sett í febrúar.

Lauren með syni sínum.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.