„Sérstakt að þetta hafi gerst sama dag“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 8. ágúst 2013 15:15 Fréttamaðurinn Ómar Ragnarsson hefur áratugalanga reynslu af flugi. mynd úr safni Flugmaðurinn sem komst lífs af í flugslysinu við Akureyri á mánudag lenti í öðru flugslysi tólf árum áður upp á dag, en þann 5. ágúst 2001 var hann um borð í kennsluflugvél Flugskóla Akureyrar sem brotlenti í Garðsárdal í Eyjafirði. Ómar Ragnarsson flugmaður segir þetta sérstakt, en rifjar upp annað dæmi sem honum finnst eitt það óvenjulegasta. „Já þetta er sérstakt. Sérstaklega að þetta hafi gerst sama dag. En líklega er óvenjulegasta atvikið stúlkurnar tvær sem lentu í tveimur flugslysum sama dag. Þá fórst TF-EKK á Mosfellsheiði og kom þyrla frá Kananum að sækja flugmann og tvær konur, finnskar ef ég man rétt. Svo fórst þyrlan þegar hún tók á loft.“ Aðspurður hvort algengt sé að flugmenn sem komist lífs af úr flugslysum fljúgi aftur segir Ómar svo vera. „Það eru margir flugmenn sem hafa lent í fleiri en einu atviki. Yfirleitt er þeim ráðlagt að fljúga aftur sem fyrst. Það var sú áfallahjálp í gamla daga sem flugmenn fundu upp sjálfir, til að koma þeim aftur á brautina strax. En ég er ekki viss um að það sé í takt við þá áfallahjálp sem veitt er í dag.“Gekk til móts við Pétur Róbert Eftir slysið í Garðsárdal komst flugmaðurinn, sem þá var 21 árs flugnemi í Flugskóla Akureyrar, út um afturglugga vélarinnar ásamt flugkennaranum, en vélin var af gerðinni Piper PA 38 Tomahawk. Að því loknu gengu þeir til móts við björgunarmenn, og var annar þeirra Pétur Róbert Tryggvason sjúkraflutningamaður, en hann lést í slysinu á Akureyri á mánudag. Samkvæmt skýrslu Rannsóknarnefndar flugslysa (nú Rannsóknarnefnd samgönguslysa) var ein af helstu orsökum slyssins sú að „eldsneytið gekk til þurrðar þar sem eldsneytismagn í tönkum vélarinnar var ofmetið.“ Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira
Flugmaðurinn sem komst lífs af í flugslysinu við Akureyri á mánudag lenti í öðru flugslysi tólf árum áður upp á dag, en þann 5. ágúst 2001 var hann um borð í kennsluflugvél Flugskóla Akureyrar sem brotlenti í Garðsárdal í Eyjafirði. Ómar Ragnarsson flugmaður segir þetta sérstakt, en rifjar upp annað dæmi sem honum finnst eitt það óvenjulegasta. „Já þetta er sérstakt. Sérstaklega að þetta hafi gerst sama dag. En líklega er óvenjulegasta atvikið stúlkurnar tvær sem lentu í tveimur flugslysum sama dag. Þá fórst TF-EKK á Mosfellsheiði og kom þyrla frá Kananum að sækja flugmann og tvær konur, finnskar ef ég man rétt. Svo fórst þyrlan þegar hún tók á loft.“ Aðspurður hvort algengt sé að flugmenn sem komist lífs af úr flugslysum fljúgi aftur segir Ómar svo vera. „Það eru margir flugmenn sem hafa lent í fleiri en einu atviki. Yfirleitt er þeim ráðlagt að fljúga aftur sem fyrst. Það var sú áfallahjálp í gamla daga sem flugmenn fundu upp sjálfir, til að koma þeim aftur á brautina strax. En ég er ekki viss um að það sé í takt við þá áfallahjálp sem veitt er í dag.“Gekk til móts við Pétur Róbert Eftir slysið í Garðsárdal komst flugmaðurinn, sem þá var 21 árs flugnemi í Flugskóla Akureyrar, út um afturglugga vélarinnar ásamt flugkennaranum, en vélin var af gerðinni Piper PA 38 Tomahawk. Að því loknu gengu þeir til móts við björgunarmenn, og var annar þeirra Pétur Róbert Tryggvason sjúkraflutningamaður, en hann lést í slysinu á Akureyri á mánudag. Samkvæmt skýrslu Rannsóknarnefndar flugslysa (nú Rannsóknarnefnd samgönguslysa) var ein af helstu orsökum slyssins sú að „eldsneytið gekk til þurrðar þar sem eldsneytismagn í tönkum vélarinnar var ofmetið.“
Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira