Lífið

Sonurinn á gjörgæslu

Eldri sonur tónlistarmannsins Ushers, Usher Raymond V, fimm ára, var lagður inn á gjörgæslu á mánudaginn eftir að hann lenti í slysi í sundlaug föður síns.

Usher Raymond V var í sundlauginni með frænku sinni og stakk sér til sunds til að ná leikfangi nálægt niðurfalli laugarinnar. Það fór ekki betur en svo að hann festi höndina í niðurfallinu og náðu hvorki frænkan né húshjálpin að losa hann. Tveir menn sem voru að vinna í húsinu náðu að losa snáðann eftir að húshjálpin kallaði á hjálp.

Flottir feðgar.
Usher Raymond V var sendur með flýti á sjúkrahús og lagður inn á gjörgæslu. Að sögn lækna mun hann jafna sig að fullu. Usher og fyrrverandi eiginkona hans Tameka Foster eiga einnig fjögurra ára soninn Naviyd Ely Raymond en þetta er ekki í fyrsta sinn sem fjölskyldan verður fyrir barðinu á ógæfu. Sonur Tameku, Kile Glover, varð fyrir vatnaketti í júlí í fyrra og dó tveimur vikum síðar.

Usher með strákana sína tvo.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.