Fótbolti

Aron valinn í bandaríska landsliðið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Aron Jóhannsson hefur spilað með yngri landsliðum Íslands. Hér er hann í leik gegn enska U-21 landsliðinu á Laugardalsvelli fyrir rúmu ári.
Aron Jóhannsson hefur spilað með yngri landsliðum Íslands. Hér er hann í leik gegn enska U-21 landsliðinu á Laugardalsvelli fyrir rúmu ári. mynd / anton
Aron Jóhannsson hefur verið valinn í landsliðshóp bandaríska landsliðsins í knattspyrnu en liðið leikur vináttuleik við Bosníu og Hersegóvínu þann 14. ágúst en leikurinn fer fram í Sarajevo.

Frá þessu er greint á heimasíðu AZ Alkmaar félagsliðið Arons Jóhanssonar í Hollandi.

Aron Jóhannsson tilkynnti í síðustu viku að hann hafi ákveðið að leika fyrir Bandaríkin. Leikmaðurinn hefur tvöfalt ríkisfang en Aron fæddist í Bandaríkjunum og bjó þar fyrstu þrjú ár ævi sinnar.

Bandaríska knattspyrnusambandið er nú þegar búið að senda formlega beiðni til FIFA um að veita leikmanninum keppnisrétt með Bandaríkjunum.

Aron átti fínan leik með AZ í hollensku úrvalsdeildinni um helgina en hann skoraði eitt mark og lagði upp annað þegar liðið tapaði fyrir Alfreð Finnbogasyni og félögum í Herrenveen 4-2.

Alfreð átti stórleik en hann skoraði tvö mörk og lagði tvö mörk upp fyrir liðsfélaga sína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×