Lífið

Skírðu dótturina Tungl

Leikaraparið Penelope Cruz og Javier Bardem eignaðist sitt annað barn þann 22. júlí. Parið eignaðist litla stúlku og hefur hún hlotið nafnið Luna Encinas Cruz.

Luna þýðir tungl á spænsku en Encinas er ættarnafn Javiers og þýðir lifandi eik.

Litla fjölskyldan áður en Luna kom í heiminn.
Parið á fyrir soninn Leonardo sem er tveggja ára en þess má geta að Luna kom í heiminn sama dag og Vilhjálmur prins og Kate Middleton eignuðust soninn George.

Á tónlistarhátíð nokkrum dögum áður en Luna kom í heiminn.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.