Systkini keppa í Einvíginu á Nesinu í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. ágúst 2013 23:03 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR keppir við bróður sinn í Einvíginu á Nesinu. Mynd/Daníel Árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL, Einvígið á Nesinu, verður nú haldið í sautjánda skipti á Nesvellinum á mánudaginn 5. ágúst næstkomandi. Í ár mun DHL styrkja Dropann, styrktarfélag barna með sykursýki, um eina milljón króna. Mótið verður með hefðbundnu sniði, þ.e. klukkan 10.00 leika keppendur 9 holu höggleik og kl. 13.00 hefst svo Einvígið (shoot-out). Einn kylfingur dettur út á hverri holu, þar til tveir berjast um sigurinn á 18. holu. Venju samkvæmt er 10 af bestu kylfingum landsins boðið til leiks. Í ár eru systkini á meðal þáttakenda en það eru þau Ólafía Þórunn Kristinsdóttir sem er Íslandsmeistari kvenna í holukeppni og Alfreð Brynjar Kristinsson sem er klúbbmeistari GKG. DHL hefur verið styrktaraðili mótsins frá því að það var fyrst haldið árið 1997 og ávallt styrkt félög eða samtök sem láta sér hag langveikra barna varða. Í ár er það Dropinn – styrktarfélag barna með sykursýki, sem fær eina milljón króna frá DHL. Dropinn hefur verið starfræktur síðan 1995 og er markmið félagsins að stuðla að velferð barna og unglinga með sykursýki, m.a. með fræðslu, sumarbúðum og öðrum uppákomum.Þátttakendur í Einvíginu á Nesinu 2013: Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG - Klúbbmeistari GKG 2013 Birgir Björn Magnússon, GK - Klúbbmeistari GK 2013 Birgir Leifur Hafþórsson, GKG - Íslandsmeistari í höggleik 2013 Björgvin Sigurbergsson, GK - Margfaldur Íslandsmeistari í höggleik Hlynur Geir Hjartarson, GOS - Klúbbmeistari GOS 2013 Kristján Þór Einarsson, GKJ - Klúbbmeistari GKJ 2013 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR - Íslandsmeistari kvenna í holukeppni 2013 Ólafur Björn Loftsson, NK - Klúbbmeistari Nesklúbbsins 2013 Þórður Rafn Gissurarson, GR - Shoot-out meistari 2012 Í höggleiknum um morguninn leika einnig tveir kylfingar um síðasta sætið í einvíginu. Það eru sigurvegarar opinna móta á Nesvellinum fyrr í sumar og eru þeir: Rúnar Geir Gunnarsson, NK - Sigurvegari Opna Þjóðhátíðardagsmótsins Nökkvi Gunnarsson, NK - Sigurvegari Opna Úrval-Útsýn mótsinsSigurvegarar frá upphafi 1997 Björgvin Þorsteinsson 1998 Ólöf María Jónsdóttir 1999 Vilhjálmur Ingibergsson 2000 Kristinn Árnason 2001 Björgvin Sigurbergsson 2002 Ólafur Már Sigurðsson 2003 Ragnhildur Sigurðardóttir 2004 Magnús Lárusson 2005 Magnús Lárusson 2006 Magnús Lárusson 2007 Sigurpáll Geir Sveinsson 2008 Heiðar Davíð Bragason 2009 Björgvin Sigurbergsson 2010 Birgir Leifur Hafþórsson 2011 Nökkvi Gunnarsson 2012 Þórður Rafn Gissurarson Golf Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL, Einvígið á Nesinu, verður nú haldið í sautjánda skipti á Nesvellinum á mánudaginn 5. ágúst næstkomandi. Í ár mun DHL styrkja Dropann, styrktarfélag barna með sykursýki, um eina milljón króna. Mótið verður með hefðbundnu sniði, þ.e. klukkan 10.00 leika keppendur 9 holu höggleik og kl. 13.00 hefst svo Einvígið (shoot-out). Einn kylfingur dettur út á hverri holu, þar til tveir berjast um sigurinn á 18. holu. Venju samkvæmt er 10 af bestu kylfingum landsins boðið til leiks. Í ár eru systkini á meðal þáttakenda en það eru þau Ólafía Þórunn Kristinsdóttir sem er Íslandsmeistari kvenna í holukeppni og Alfreð Brynjar Kristinsson sem er klúbbmeistari GKG. DHL hefur verið styrktaraðili mótsins frá því að það var fyrst haldið árið 1997 og ávallt styrkt félög eða samtök sem láta sér hag langveikra barna varða. Í ár er það Dropinn – styrktarfélag barna með sykursýki, sem fær eina milljón króna frá DHL. Dropinn hefur verið starfræktur síðan 1995 og er markmið félagsins að stuðla að velferð barna og unglinga með sykursýki, m.a. með fræðslu, sumarbúðum og öðrum uppákomum.Þátttakendur í Einvíginu á Nesinu 2013: Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG - Klúbbmeistari GKG 2013 Birgir Björn Magnússon, GK - Klúbbmeistari GK 2013 Birgir Leifur Hafþórsson, GKG - Íslandsmeistari í höggleik 2013 Björgvin Sigurbergsson, GK - Margfaldur Íslandsmeistari í höggleik Hlynur Geir Hjartarson, GOS - Klúbbmeistari GOS 2013 Kristján Þór Einarsson, GKJ - Klúbbmeistari GKJ 2013 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR - Íslandsmeistari kvenna í holukeppni 2013 Ólafur Björn Loftsson, NK - Klúbbmeistari Nesklúbbsins 2013 Þórður Rafn Gissurarson, GR - Shoot-out meistari 2012 Í höggleiknum um morguninn leika einnig tveir kylfingar um síðasta sætið í einvíginu. Það eru sigurvegarar opinna móta á Nesvellinum fyrr í sumar og eru þeir: Rúnar Geir Gunnarsson, NK - Sigurvegari Opna Þjóðhátíðardagsmótsins Nökkvi Gunnarsson, NK - Sigurvegari Opna Úrval-Útsýn mótsinsSigurvegarar frá upphafi 1997 Björgvin Þorsteinsson 1998 Ólöf María Jónsdóttir 1999 Vilhjálmur Ingibergsson 2000 Kristinn Árnason 2001 Björgvin Sigurbergsson 2002 Ólafur Már Sigurðsson 2003 Ragnhildur Sigurðardóttir 2004 Magnús Lárusson 2005 Magnús Lárusson 2006 Magnús Lárusson 2007 Sigurpáll Geir Sveinsson 2008 Heiðar Davíð Bragason 2009 Björgvin Sigurbergsson 2010 Birgir Leifur Hafþórsson 2011 Nökkvi Gunnarsson 2012 Þórður Rafn Gissurarson
Golf Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira