Anton Sveinn kom í mark á tímanum 2:15,12 mínútum og bætti sinn besta tíma um tæpar tvær sekúndur. Anton Sveinn átti áður best 2:16,97 mínútur í greininni sem var 40. besti tími keppendanna 43 fyrir sundið.
Sextán hröðustu tímarnir gáfu sæti í undanúrslitum. Íslandsmet Jakobs Jóhanns Sveinssonar í greininni er 2:12,39 mínútur.