Eykon sækir um leitarleyfi í Noregi Kristján Már Unnarsson skrifar 19. ágúst 2013 18:54 Íslenskt fyrirtæki undirbýr olíuleit í Noregi. Olíufélagið Eykon hefur sett upp tólf manna starfsstöð í Osló og sækir um leitarleyfi í norskri lögsögu í næsta mánuði. Félögin Eykon og Kolvetni ehf. sameinuðust í dag undir nafni Eykons. Því var spáð að úthlutun olíuleitarleyfa á Drekasvæðið gæti kveikt íslenska vaxtarsprota í þessum geira en þrjú íslensk félög voru í hópi umsækjenda. Tvö þeirra runnu saman í dag, Eykon og Kolvetni, að sögn Gunnlaugs Jónssonar, sem hefur bæði verið stjórnarformaður Kolvetna og framkvæmdastjóri Eykons, en sömu aðilar hafa verið lykilhluthafar í báðum félögum. Helstu aðstandendur hins sameinaða félags eru, auk Gunnlaugs, Heiðar Már Guðjónsson, Verkfræðistofan Mannvit og Norðmaðurinn Terje Hagevang, sem stýrir nýrri starfsstöð félagsins í Noregi. Gunnlaugur segir norska umhverfið hagstætt fyrir lítil félög en einnig sjái Eykon fyrir sér samstarf við stærri aðila og starfssvæðið er skilgreint sem allt Norður-Atlantshaf. Eykon er langt kominn með að ráða tólf manna hóp sérfræðinga til starfa í Osló til að leita á olíusvæðum Noregs. Félagið hyggst senda inn umsókn um leitar- og vinnsluleyfi í byrjun september og vonast til að fá úthlutað í janúar á næsta ári. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 greindi Gunnlaugur nánar frá þessum áformum. Tengdar fréttir Terje Hagevang til liðs við olíuleit Íslendinga Helsti sérfræðingur Norðmanna um auðlindir Jan Mayen-svæðisins, jarðfræðingurinn og olíuforstjórinn Terje Hagevang, hefur ráðið sig til starfa fyrir íslenska félagið Eykon Energy. 11. júní 2013 18:45 Kínverjar skrefi nær Drekanum Orkustofnun stefnir að því að úthluta þriðja olíuleitarleyfinu á Drekasvæðið í haust, - til Eykons Energy og kínverska ríkisolíufélagsins CNOOC. 13. ágúst 2013 19:05 Fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekann Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC ("sínúkk") er fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekasvæðið og vonast ráðamenn Eykons Energy til að innkoma hans kveiki áhuga annarra risaolíufélaga heimsins á íslenska landgrunninu. 5. júní 2013 12:00 Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Íslenskt fyrirtæki undirbýr olíuleit í Noregi. Olíufélagið Eykon hefur sett upp tólf manna starfsstöð í Osló og sækir um leitarleyfi í norskri lögsögu í næsta mánuði. Félögin Eykon og Kolvetni ehf. sameinuðust í dag undir nafni Eykons. Því var spáð að úthlutun olíuleitarleyfa á Drekasvæðið gæti kveikt íslenska vaxtarsprota í þessum geira en þrjú íslensk félög voru í hópi umsækjenda. Tvö þeirra runnu saman í dag, Eykon og Kolvetni, að sögn Gunnlaugs Jónssonar, sem hefur bæði verið stjórnarformaður Kolvetna og framkvæmdastjóri Eykons, en sömu aðilar hafa verið lykilhluthafar í báðum félögum. Helstu aðstandendur hins sameinaða félags eru, auk Gunnlaugs, Heiðar Már Guðjónsson, Verkfræðistofan Mannvit og Norðmaðurinn Terje Hagevang, sem stýrir nýrri starfsstöð félagsins í Noregi. Gunnlaugur segir norska umhverfið hagstætt fyrir lítil félög en einnig sjái Eykon fyrir sér samstarf við stærri aðila og starfssvæðið er skilgreint sem allt Norður-Atlantshaf. Eykon er langt kominn með að ráða tólf manna hóp sérfræðinga til starfa í Osló til að leita á olíusvæðum Noregs. Félagið hyggst senda inn umsókn um leitar- og vinnsluleyfi í byrjun september og vonast til að fá úthlutað í janúar á næsta ári. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 greindi Gunnlaugur nánar frá þessum áformum.
Tengdar fréttir Terje Hagevang til liðs við olíuleit Íslendinga Helsti sérfræðingur Norðmanna um auðlindir Jan Mayen-svæðisins, jarðfræðingurinn og olíuforstjórinn Terje Hagevang, hefur ráðið sig til starfa fyrir íslenska félagið Eykon Energy. 11. júní 2013 18:45 Kínverjar skrefi nær Drekanum Orkustofnun stefnir að því að úthluta þriðja olíuleitarleyfinu á Drekasvæðið í haust, - til Eykons Energy og kínverska ríkisolíufélagsins CNOOC. 13. ágúst 2013 19:05 Fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekann Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC ("sínúkk") er fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekasvæðið og vonast ráðamenn Eykons Energy til að innkoma hans kveiki áhuga annarra risaolíufélaga heimsins á íslenska landgrunninu. 5. júní 2013 12:00 Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Terje Hagevang til liðs við olíuleit Íslendinga Helsti sérfræðingur Norðmanna um auðlindir Jan Mayen-svæðisins, jarðfræðingurinn og olíuforstjórinn Terje Hagevang, hefur ráðið sig til starfa fyrir íslenska félagið Eykon Energy. 11. júní 2013 18:45
Kínverjar skrefi nær Drekanum Orkustofnun stefnir að því að úthluta þriðja olíuleitarleyfinu á Drekasvæðið í haust, - til Eykons Energy og kínverska ríkisolíufélagsins CNOOC. 13. ágúst 2013 19:05
Fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekann Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC ("sínúkk") er fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekasvæðið og vonast ráðamenn Eykons Energy til að innkoma hans kveiki áhuga annarra risaolíufélaga heimsins á íslenska landgrunninu. 5. júní 2013 12:00