Edda: Gott fyrir alla að Siggi snúi sér að öðru Stefán Árni Pálsson skrifar 19. ágúst 2013 14:39 Edda Garðarsdóttir og Sigurður Ragnar. Mynd / Stefán KSÍ leitar nú að eftirmanni Sigurðar Ragnars Eyjólfsson, fyrrum landsliðsþjálfara, en hann hætti með landsliðið á föstudaginn. Sigurður hafði verið með liðið í tæplega sjö ár og komið íslenska kvennalandsliðinu í tvígang á stórmót. Fram kom í íslenskum fjölmiðlum í dag að leikmenn íslenska landsliðsins hafi sent Sigurði bréf á sínum tíma þar sem þær gagnrýna störf þjálfarans. Fjórir leikmenn liðsins skrifuðu undir bréfið. „Ég tók ekki þátt í því að senda þetta bréf en aftur á móti bað ég Sigga Ragga um að hitta mig persónulega,“ segir Edda Garðarsdóttir, fyrrum leikmaður íslenska landsliðsins, í samtali við Vísi. Það kom mörgum á óvart þegar Edda Garðarsdóttir var ekki valin í lokahóp íslenska landsliðsins fyrir Evrópumótið í Svíþjóð. Edda er gríðarlega reynslumikill leikmaður og vildu sumir meina að hún hefði átt skilið að vera í landsliðinu.Heigull að tilkynna mér þetta í gegnum símann „Ég bað bara um fund með honum undir fjögur augu og sagði honum þar hvað mér þætti um hans störf, ég þarf ekki að senda neinn tölvupóst. Ég veit vel hvaða leikmenn þetta voru sem skrifuðu þetta bréf en vil samt sem áður ekkert fara út í það að nafngreina neinn," segir Edda. „Það var misjafnt hvað leikmenn voru að gagnrýna við hans störf en mér þykir nokkuð einkennilegt að hann sé að fara með þetta í fjölmiðla. Ég vildi fá að hitta hann eftir Evrópumótið í Svíþjóð og ræða almennilega við hann. Það sem fór okkar á milli á þeim fundi er bara milli mín og hans. „Mér fannst ekki smekklegt að hann hafi tilkynnt mér í gegnum síma að ég yrði ekki valin í lokahópinn og vildi því tala við hann í eigin persónu. Hann var bara heigull að tilkynna mér þetta í gegnum síma og því vildi ég fá fund.“Edda Garðarsdóttir í landsliðsbúningnum.Vísir/StefánMikið var ritað um stöðu Sigurðar Ragnars fyrir mótið og hann nokkuð gagnrýndur. „Það var talað um það fyrir mót að þetta væri nú kannski orðið gott hjá honum og ég held að það séu bara allir sammála um það," segir Edda ákveðin. „Auðvitað eru alltaf skiptar skoðanir á þjálfurum og innan hópsins var þetta kannski ekkert stórmál. Ég held að allir hafi samt gott að því að Sigurður fari að snúa sér að öðru núna. Siggi Raggi á mjög stóra kosti og galla bara eins og allir aðrir. Ég held að það verði gott fyrir hann að komast á einhvern nýjan stað þar sem hann mun örugglega njóta sín betur. Ég skrifaði ekki undir þetta bréf á sínum tíma en kannski hefði ég átt að gera það. Það var ekkert í þessu bréfi sem var eitthvað hræðilegt og leikmenn voru ekkert að láta þjálfarann heyra það.“Vildu fá bréf frá stelpunum Margar sögur voru á kreiki um það að mikil óánægja væri tekinn að myndast innan hópsins á sínum tíma. „Knattspyrnusambandinu fannst ekki nóg að fá nokkur símtöl frá leikmönnum og vildi því fá þetta skriflegt. Það væri því best að ræða þetta mál betur við Þórir [Hákonarson, framkvæmdarstjóra KSÍ]. Sigurður vill meina að fjórar stelpur hafi skrifað undir þetta bréf en það voru einnig nokkrar sem vildu ekki koma undir nafni sem gáfu grænt ljós." Íslenski boltinn Tengdar fréttir Landsliðskonurnar fjórar sem skrifuðu bréfið Landsliðskonurnar Katrín Ómarsdóttir, Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, Sif Atladóttir og Þóra Björg Helgadóttir sendu Sigurði Ragnari Eyjólfssyni tölvupóst á dögunum. Þær töldu trúnaðarbrest hafa orðið á milli sín og þjálfarans og voru ósáttar með orð hans í fjölmiðlum. 24. ágúst 2013 00:01 Þórir sagði að þær ósáttu skildu hafa beint samband við sig Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, segist hafa fengið símtal frá leikmanni kvennalandsliðsins að loknu Evrópumótinu í Svíþjóð. Sá sagði nokkra leikmenn liðsins mjög ósátta að Sigurði Ragnari hefði verið boðið starfið að nýju. 27. ágúst 2013 09:00 Eiginmaður landsliðsfyrirliðans: Þær eiga að birta bréfið Þorvaldur Makan, fyrrum knattspyrnumaður, skorar á íslensku landsliðsmennina sem sendu bréf til Sigurðar Ragnar Eyjólfssonar, fyrrum landsliðsþjálfara, um að hann ætti að víkja og snúa sér að öðru. 25. ágúst 2013 22:31 Yfirlýsing frá Eddu Garðarsdóttur Undanfarna viku hefur verið fjallað mikið um samskipti landsliðsmanna kvennalandsliðsins við fráfarandi þjálfara Íslands Sigurð Ragnar Eyjólfsson. 24. ágúst 2013 18:40 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira
KSÍ leitar nú að eftirmanni Sigurðar Ragnars Eyjólfsson, fyrrum landsliðsþjálfara, en hann hætti með landsliðið á föstudaginn. Sigurður hafði verið með liðið í tæplega sjö ár og komið íslenska kvennalandsliðinu í tvígang á stórmót. Fram kom í íslenskum fjölmiðlum í dag að leikmenn íslenska landsliðsins hafi sent Sigurði bréf á sínum tíma þar sem þær gagnrýna störf þjálfarans. Fjórir leikmenn liðsins skrifuðu undir bréfið. „Ég tók ekki þátt í því að senda þetta bréf en aftur á móti bað ég Sigga Ragga um að hitta mig persónulega,“ segir Edda Garðarsdóttir, fyrrum leikmaður íslenska landsliðsins, í samtali við Vísi. Það kom mörgum á óvart þegar Edda Garðarsdóttir var ekki valin í lokahóp íslenska landsliðsins fyrir Evrópumótið í Svíþjóð. Edda er gríðarlega reynslumikill leikmaður og vildu sumir meina að hún hefði átt skilið að vera í landsliðinu.Heigull að tilkynna mér þetta í gegnum símann „Ég bað bara um fund með honum undir fjögur augu og sagði honum þar hvað mér þætti um hans störf, ég þarf ekki að senda neinn tölvupóst. Ég veit vel hvaða leikmenn þetta voru sem skrifuðu þetta bréf en vil samt sem áður ekkert fara út í það að nafngreina neinn," segir Edda. „Það var misjafnt hvað leikmenn voru að gagnrýna við hans störf en mér þykir nokkuð einkennilegt að hann sé að fara með þetta í fjölmiðla. Ég vildi fá að hitta hann eftir Evrópumótið í Svíþjóð og ræða almennilega við hann. Það sem fór okkar á milli á þeim fundi er bara milli mín og hans. „Mér fannst ekki smekklegt að hann hafi tilkynnt mér í gegnum síma að ég yrði ekki valin í lokahópinn og vildi því tala við hann í eigin persónu. Hann var bara heigull að tilkynna mér þetta í gegnum síma og því vildi ég fá fund.“Edda Garðarsdóttir í landsliðsbúningnum.Vísir/StefánMikið var ritað um stöðu Sigurðar Ragnars fyrir mótið og hann nokkuð gagnrýndur. „Það var talað um það fyrir mót að þetta væri nú kannski orðið gott hjá honum og ég held að það séu bara allir sammála um það," segir Edda ákveðin. „Auðvitað eru alltaf skiptar skoðanir á þjálfurum og innan hópsins var þetta kannski ekkert stórmál. Ég held að allir hafi samt gott að því að Sigurður fari að snúa sér að öðru núna. Siggi Raggi á mjög stóra kosti og galla bara eins og allir aðrir. Ég held að það verði gott fyrir hann að komast á einhvern nýjan stað þar sem hann mun örugglega njóta sín betur. Ég skrifaði ekki undir þetta bréf á sínum tíma en kannski hefði ég átt að gera það. Það var ekkert í þessu bréfi sem var eitthvað hræðilegt og leikmenn voru ekkert að láta þjálfarann heyra það.“Vildu fá bréf frá stelpunum Margar sögur voru á kreiki um það að mikil óánægja væri tekinn að myndast innan hópsins á sínum tíma. „Knattspyrnusambandinu fannst ekki nóg að fá nokkur símtöl frá leikmönnum og vildi því fá þetta skriflegt. Það væri því best að ræða þetta mál betur við Þórir [Hákonarson, framkvæmdarstjóra KSÍ]. Sigurður vill meina að fjórar stelpur hafi skrifað undir þetta bréf en það voru einnig nokkrar sem vildu ekki koma undir nafni sem gáfu grænt ljós."
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Landsliðskonurnar fjórar sem skrifuðu bréfið Landsliðskonurnar Katrín Ómarsdóttir, Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, Sif Atladóttir og Þóra Björg Helgadóttir sendu Sigurði Ragnari Eyjólfssyni tölvupóst á dögunum. Þær töldu trúnaðarbrest hafa orðið á milli sín og þjálfarans og voru ósáttar með orð hans í fjölmiðlum. 24. ágúst 2013 00:01 Þórir sagði að þær ósáttu skildu hafa beint samband við sig Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, segist hafa fengið símtal frá leikmanni kvennalandsliðsins að loknu Evrópumótinu í Svíþjóð. Sá sagði nokkra leikmenn liðsins mjög ósátta að Sigurði Ragnari hefði verið boðið starfið að nýju. 27. ágúst 2013 09:00 Eiginmaður landsliðsfyrirliðans: Þær eiga að birta bréfið Þorvaldur Makan, fyrrum knattspyrnumaður, skorar á íslensku landsliðsmennina sem sendu bréf til Sigurðar Ragnar Eyjólfssonar, fyrrum landsliðsþjálfara, um að hann ætti að víkja og snúa sér að öðru. 25. ágúst 2013 22:31 Yfirlýsing frá Eddu Garðarsdóttur Undanfarna viku hefur verið fjallað mikið um samskipti landsliðsmanna kvennalandsliðsins við fráfarandi þjálfara Íslands Sigurð Ragnar Eyjólfsson. 24. ágúst 2013 18:40 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira
Landsliðskonurnar fjórar sem skrifuðu bréfið Landsliðskonurnar Katrín Ómarsdóttir, Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, Sif Atladóttir og Þóra Björg Helgadóttir sendu Sigurði Ragnari Eyjólfssyni tölvupóst á dögunum. Þær töldu trúnaðarbrest hafa orðið á milli sín og þjálfarans og voru ósáttar með orð hans í fjölmiðlum. 24. ágúst 2013 00:01
Þórir sagði að þær ósáttu skildu hafa beint samband við sig Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, segist hafa fengið símtal frá leikmanni kvennalandsliðsins að loknu Evrópumótinu í Svíþjóð. Sá sagði nokkra leikmenn liðsins mjög ósátta að Sigurði Ragnari hefði verið boðið starfið að nýju. 27. ágúst 2013 09:00
Eiginmaður landsliðsfyrirliðans: Þær eiga að birta bréfið Þorvaldur Makan, fyrrum knattspyrnumaður, skorar á íslensku landsliðsmennina sem sendu bréf til Sigurðar Ragnar Eyjólfssonar, fyrrum landsliðsþjálfara, um að hann ætti að víkja og snúa sér að öðru. 25. ágúst 2013 22:31
Yfirlýsing frá Eddu Garðarsdóttur Undanfarna viku hefur verið fjallað mikið um samskipti landsliðsmanna kvennalandsliðsins við fráfarandi þjálfara Íslands Sigurð Ragnar Eyjólfsson. 24. ágúst 2013 18:40