Flottu heimsmeistaramóti lokið 19. ágúst 2013 07:05 Íslenski hópurinn að keppni lokinni í Jean Parc Drapeau sundlauginni í Montréal. Efri röð frá vinstri: Kristín Guðmundsdóttir landsliðsþjálfari, Aníta Ósk Hrafnsdóttir liðsstjóri, Kolbrún Alda Stefánsdóttir, Jón Margeir Sverrisson. Neðri röð frá vinstri: Thelma Björg Björnsdóttir og Hjörtur Már Ingvarsson. Mynd/íþróttasamband fatlaðra Heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi er lokið en mótið fór fram í Montréal í Kanada. Jón Margeir Sverrisson lokaði hringnum fyrir íslensku sveitina þegar hann hafnaði í 5. sæti á nýju og glæsilegu Íslandsmeti í 200m fjórsundi S14 karla. Í úrslitum þetta lokakvöld synti Hjörtur Már Ingvarsson í 100m skriðsundi í flokki S6 og hafnaði í 8. sæti á tímanum 1:34,38 mín. Thelma Björg Björnsdóttir var næst á svið í 100m skriðsundi S6 kvenna og hafnaði einnig í 8. sæti. Þau leiðu mistök urðu á framkvæmd sundsins að engir tímar voru skráðir heldur skipað í sæti eftir þeirri röð sem sundmenn komu í bakkann. Forsvarsmenn þeirra þjóða sem áttu sundmenn í þessu úrslitasundi, þar á meðal Ísland, voru beðnir um að kjósa hvort synda ætti greinina aftur eða láta hana standa og raða eftir sætum. Það varð ofan á að raða eftir sætum hvenær sundmennirnir komu í bakkann og því fæst enginn skráður tími á þetta sund. Nokkur töf varð á mótinu fyrir vikið en það kom loks að 200m fjórsundi S14 karla þar sem Jón Margeir Sverrisson bætti Íslandsmetið sitt til muna sem hann hafði sett í undanrásum fyrr um morguninn. Jón var í bullandi baráttu um verðlaun en varð að láta sér lynda 5. sætið á tímanum 2.18,79 mín en fjórir sundmenn í sætum 2-5 syntu allir á 2.18,30 mín - 2.18,79 mín. Hollendingurinn Marc Evers hafði sigur á 2.12,37 mín. og ber höfuð og herðar yfir aðra í greininni. Jón Margeir var skráður inn í 200m fjórsund á 2.23,72 mín. og því um gríðarlega bætingu að ræða eða um fimm sekúndur. Innlendar Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
Heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi er lokið en mótið fór fram í Montréal í Kanada. Jón Margeir Sverrisson lokaði hringnum fyrir íslensku sveitina þegar hann hafnaði í 5. sæti á nýju og glæsilegu Íslandsmeti í 200m fjórsundi S14 karla. Í úrslitum þetta lokakvöld synti Hjörtur Már Ingvarsson í 100m skriðsundi í flokki S6 og hafnaði í 8. sæti á tímanum 1:34,38 mín. Thelma Björg Björnsdóttir var næst á svið í 100m skriðsundi S6 kvenna og hafnaði einnig í 8. sæti. Þau leiðu mistök urðu á framkvæmd sundsins að engir tímar voru skráðir heldur skipað í sæti eftir þeirri röð sem sundmenn komu í bakkann. Forsvarsmenn þeirra þjóða sem áttu sundmenn í þessu úrslitasundi, þar á meðal Ísland, voru beðnir um að kjósa hvort synda ætti greinina aftur eða láta hana standa og raða eftir sætum. Það varð ofan á að raða eftir sætum hvenær sundmennirnir komu í bakkann og því fæst enginn skráður tími á þetta sund. Nokkur töf varð á mótinu fyrir vikið en það kom loks að 200m fjórsundi S14 karla þar sem Jón Margeir Sverrisson bætti Íslandsmetið sitt til muna sem hann hafði sett í undanrásum fyrr um morguninn. Jón var í bullandi baráttu um verðlaun en varð að láta sér lynda 5. sætið á tímanum 2.18,79 mín en fjórir sundmenn í sætum 2-5 syntu allir á 2.18,30 mín - 2.18,79 mín. Hollendingurinn Marc Evers hafði sigur á 2.12,37 mín. og ber höfuð og herðar yfir aðra í greininni. Jón Margeir var skráður inn í 200m fjórsund á 2.23,72 mín. og því um gríðarlega bætingu að ræða eða um fimm sekúndur.
Innlendar Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira