Segir hræðsluáróður ekki málinu til framdráttar Svavar Hávarðsson skrifar 19. ágúst 2013 08:00 Fréttablaðið/Pjetur Unnið er að því innan sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins hvernig því verður mætt að IPA-styrkur Evrópusambandsins til verkefnisins Örugg matvæli fellur niður. Verkefnið snýst um að auka enn frekar matvælaöryggi á Íslandi og talið nauðsynlegt til að standa við skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist með samþykkt matvælalöggjafar á Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Matís og Matvælastofnun sendu frá sér neyðarkall vegna málsins á fimmtudag og minntu á að undanþágur Íslandi til handa á matvælalöggjöfinni myndu falla niður ef verkefnið fengi ekki framgang. Þar sagði jafnframt að ef íslensk stjórnvöld brygðust ekki við væri matvælaöryggi á Íslandi stefnt í hættu. Um talsverða fjármuni er að tefla; 1,9 milljónir evra eða rúmlega 300 milljónir íslenskra króna.Sigurður Ingi Jóhannsson„Matvælaöryggi á Íslandi er eitt það öruggasta í heimi. Mikilvægt er að viðhalda þeirri stöðu þrátt fyrir að vera komin inn á innri markað ESB. Nú hefur ESB dregið til baka IPA-styrki sem meðal annars átti að nýta til tækjakaupa. Það kallar á nýja nálgun í fjármögnun þess verkefnis og verður farið yfir stöðu þessa máls innan ráðuneytisins og er unnið að því,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í skriflegu svari til Fréttablaðsins við spurningunni hvort stjórnvöld ætluðu að taka við boltanum og fjármagna verkefnið. „Ég tel að skynsamlegra hefði verið af þessum stofnunum að leita til ráðuneytisins um hvernig nálgast megi málið lausnamiðað, og þróa þá vinnu sem liggur fyrir að nú þarf að fara í, í stað þess að vera með hræðsluáróður í fjölmiðlum, segir Sigurður Ingi jafnframt í svari sínu. Í fréttatilkynningunni segir „að neytendur verða að geta gengið að því vísu að matvæli hérlendis ógni ekki heilsu þeirra og ofangreint verkefni er liður í að tryggja það“. Verkefnið Örugg matvæli var sett af stað til að vinna að uppbyggingu nauðsynlegs tækjabúnaðar. Starfsfólk rannsóknaaðila og eftirlitsaðila á jafnframt að þjálfa í notkun búnaðar, löggjöf, sýnatökum og gæðamálum, sem tengjast matvælaeftirliti og matvælarannsóknum. Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Draga úr fyrirhuguðum þéttingaráformum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Sjá meira
Unnið er að því innan sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins hvernig því verður mætt að IPA-styrkur Evrópusambandsins til verkefnisins Örugg matvæli fellur niður. Verkefnið snýst um að auka enn frekar matvælaöryggi á Íslandi og talið nauðsynlegt til að standa við skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist með samþykkt matvælalöggjafar á Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Matís og Matvælastofnun sendu frá sér neyðarkall vegna málsins á fimmtudag og minntu á að undanþágur Íslandi til handa á matvælalöggjöfinni myndu falla niður ef verkefnið fengi ekki framgang. Þar sagði jafnframt að ef íslensk stjórnvöld brygðust ekki við væri matvælaöryggi á Íslandi stefnt í hættu. Um talsverða fjármuni er að tefla; 1,9 milljónir evra eða rúmlega 300 milljónir íslenskra króna.Sigurður Ingi Jóhannsson„Matvælaöryggi á Íslandi er eitt það öruggasta í heimi. Mikilvægt er að viðhalda þeirri stöðu þrátt fyrir að vera komin inn á innri markað ESB. Nú hefur ESB dregið til baka IPA-styrki sem meðal annars átti að nýta til tækjakaupa. Það kallar á nýja nálgun í fjármögnun þess verkefnis og verður farið yfir stöðu þessa máls innan ráðuneytisins og er unnið að því,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í skriflegu svari til Fréttablaðsins við spurningunni hvort stjórnvöld ætluðu að taka við boltanum og fjármagna verkefnið. „Ég tel að skynsamlegra hefði verið af þessum stofnunum að leita til ráðuneytisins um hvernig nálgast megi málið lausnamiðað, og þróa þá vinnu sem liggur fyrir að nú þarf að fara í, í stað þess að vera með hræðsluáróður í fjölmiðlum, segir Sigurður Ingi jafnframt í svari sínu. Í fréttatilkynningunni segir „að neytendur verða að geta gengið að því vísu að matvæli hérlendis ógni ekki heilsu þeirra og ofangreint verkefni er liður í að tryggja það“. Verkefnið Örugg matvæli var sett af stað til að vinna að uppbyggingu nauðsynlegs tækjabúnaðar. Starfsfólk rannsóknaaðila og eftirlitsaðila á jafnframt að þjálfa í notkun búnaðar, löggjöf, sýnatökum og gæðamálum, sem tengjast matvælaeftirliti og matvælarannsóknum.
Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Draga úr fyrirhuguðum þéttingaráformum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Sjá meira